Danmörk, 5. póstur
veit ég ætlaði ekki að skrifa meira en ég varð að deila þessu með ykkur...
í gærkvöldi fékk ég í fyrsta skipti bjúg á fæturnar!!!
það var geðveikt fyndið! var eikkað að fara úr skónum og pabbi sagði :" ertu með svona feitar tær?" eða eikkað svoleiðis... og ég bara: "hva meinaru kall!!!"
en svo leit ég niður og jújú...! bólgnar tær og ökklar!!!
ég sprakk úr hlátri, það er voða fyndið að sjá svona :)
eins og ég er búin að vera að passa mig, alltaf á kvöldin eftir verslunarferðir og legoland leggst ég í sófann með lappirnar upp í loft til að losna við bjúg!!!
en í gær lá ég í leti allan daginn, þannig mér datt ekki í hug að ég fengi bjúg!!!
skrítið þetta líf...
þetta gæti verið út af því að í gær var heitasti dagurnn so far... 27 stiga hiti þegar sólin var bakvið ský!!! *mont*
en núna þarf ég að leggja af stað í sommerland...
2. júní sjáumst við svo og heyrumst :)
...out!
Danmörk, 4. póstur
úfff, nú er ég hætt að versla!
síðustu dagar hafa verið rosalegir, ég er alveg búin að spæna upp peningana okkar í miðbpnum og storcenter...
og er hissa á að ég sé enn með fæturnar heila... er búin að labba alveg ofsalega mikið þessa vikuna :)
en ég er hæstánægð, á fullt af nýju dóti, raggi líka, og bumbukríli... allir sáttir... keyptum pínu í íbúðina, og þá meina ég PÍNU, en það fer í gáminn hjá pabba, þetta er soldið þungt nebblea... :/
en vá hvað við verðum flott þegar við komum heim :)
vona bara að ég verði orðin alvöru brún, og raggi ekki lengur rauður ;p
við fórum nebblea í legoland í dag... lögðum að stað kl 8 í morgun, og vorum komin til billund (þar sem legoland er) rúmlega 10...
þá var 21 stiga hiti... það fór bara hlýnandi með deginum!!! :D og þar sem ég er klár, bar ég strax á mig soldið af sólarvörn... ekki strákarnir :/ æ æ...
þeir báru á sig þegar við fórum í íspásu, miklu seinna... enda er raggi brunninn, vona að það reddist samt, og ari og pabbi pínu rauður sumstaðar...
en vá, hvað það var gaman hjá okkur í dag!!! legoland er snilld!!! við vorum 8 tíma þar!!! og stoppuðum ekkert til að hvíla okkur nema til að borða um kl 5...
ég mátti/gat ekki farið í mörg tæki, þannig ég var mest með pabba að skoða, og bíða eftir "börnunum" :þ
en það var allt í lagi, ég komst í nokkur, og svo er allt svo fallegt og flott, magnað hvað það er mikið lagt í allt þarna...!!!
garðinum er skipt í þemu, miniland (fyrsti og elsti hluti legolands), þar er mikið af borgum, og styttum og drasli úr allt að 2,4 millj legokubba!!!
svo er riddaraland, sjóræningjaland, kúrekaland, ævintýraland, duploland, ímyndunarland og svo legocity, sem er nýjasta viðbótin, og þar eru bara 2 tæki :)
allsstaðar eru fígúrur og dót úr lego, meira að segja lestin sem fer um garðinn er úr legokubbum!!!
þetta var yndislegur dagur og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel eins og dag með strákunum :)
þó að ég hafi ekki fengið að vera mikið með kærastanum mínum, ari er algjörlega búinn að hertaka hann :/ :)
en ég vona að sunnudagurinn verði jafn góður, þá förum við fyrr af stað aþþí ari sissó þarf að spila 3 fótboltaleiki áður en við förum í sommerland...
og við eyðum síðasta deginum á jótlandi með fótboltaliðinu í sommerland... góður endir á þessum hluta ferðarinnar!
á morgun er bara tjill, ari sissó fær vin í heimsókn, ég og raggi eigum að "passa"... vona að vinurinn vilji ekki tala við okkur, ég skil ekki vini ara sissó, þeir tala svo góða dönsku... :/ og hratt!!!
erum eikkað að plana köben líka, vitum að við ætlum á starwars 3, í tívolí, rölta á strikin og kannski believe it or not museum, og madame tusseau...
en ekkert er ákveðið :)
er að setja inn myndaskammt, legoland ofl...
efast um ég skrifi aftur áður en við komum heim, aðfaranótt 2. júní...
en sjáum til... hafið það gott og njótið lífsins :*
Danmörk, 3. póstur
núna er ég sko búin að vera dugleg að versla!!! er búin að eyða svo miklu í sjálfa mig að það er eilea bara ekkert sniðugt!!! en ég kem út í plús, þannig séð... allt svo ódýrt og er búin að fá fullt af fötum, 3 pör af skóm, 1 tösku og sólgleraugu... og smá skart :)
raggi er kominn með 1 buxur, boli, skyrtu, jakka og nærföt og sokka... en hann á líka eftir að fá meir ;p
ég hlakka svaka til að spóka mig í nýju fötunum þegar ég kem heim :)
en mig langar ekkert heim :/
hér er svo gott að vera, í góðu yfirlæti hjá pabba og ara sissó... ari og raggi eru orðnir mestu mátar, ég er eiginlega bara skilin útundan stundum...
en mér finnst það gott mál...
raggi er mjög góður að rata hér í danmörku, hér er allt mun greiðfærara og betur merkt en heima, og ökumenn virða reglur og svona á hraðbrautinni hér, og þá munar miklu...
í fyrradag fórum við inn í álaborg og eyddum deginum á göngugötunum þar, spennandi og raggi fékk fullt að halda á :)
í gær versluðum við ekkert!!! shocking, i know :)
við fórum til hirtshals, þar sem hún olga amma mín býr... hirtshals er lítill og rólegur bær, í klst.fjarlægð frá nibe, var mikill fiskibær, en nú mega þeir veiða svo lítið að túristar eru helsta atvinnulindin... mjög fallegt allt saman þar og amma bauð okkur í mat á kránni "sinni"... sátum svo úti á palli hjá henni og þá kom stóri bróðir pabba og konan hans í heimsókn, og við spjölluðum öll í einhvern tíma...
í dag var annað ævintýri, ákváðum að fara í lítinn bæ rétt við álaborg aþþí þar átti að vera stór og góð babysam-verslun...
lögðum af stað og keyrðum eftir sveitavegum (sem eru betri en þjóðvegur !) í svona 20 mín... þá sáum við stórt, hvítt hús, með mjög stóru barnshöfði á, í fjarska...
það var búðin sem við ætluðum sko í!!!
og, oh my god!!! þessi babysam búð er á stærð við debenhams!!! rugl pláss. og rugl mikið af vörum!!!
vagnar, rúm, föt, leikföng og allt heila klabbið... en við gengum út tómhent... kannski of stór búð???
en ætlunin var að kaupa vagn, en við fáum víst frá móðurfjölskyldu minni í sængurgjöf... þannig að... :) we win again!!!
ætlum að kíkja á laugardaginn, ef við getum fyrir hita... þá á að vera 27 gráður og glampandi sól :), og kannski kaupa rúm...
fórum svo í storcenter aftur, rötuðum alveg :) og núna var lítið að gera og ég missti mig í h&m, aftur, og raggi gat líka skoðað og keypt í búðum sem við löbbuðum bara framhjá á laugardaginn... og núna er ég hætt að versla á mig, nema ég finni eikkað flott... allt á ragga og litla from now on :)
ætlum í bæinn á morgun, snemma aþþí það á að vera svo heitt að ég vil eyða eftirmiðdeginum hér í garðinum :)
á föstudag er það legoland í 25 stiga hita og sól...
laugardagur, tjill á hestebakken 37, í góóóðu veðri...
sunnudagur, fårup cup, sem endar í ferð í sommerland...
þessi dagskrá hljómar ekkert smá vel og ég vona að veðrið bregðist ekki...
læt heyra í mér aftur...
sakna nokkurra sála á íslandi, u know who u are... en ekki of mikið :)
raggi biður að heilsa, annars hittiði hann bara í wow ;p
næstum búin að gleyma!!! fósturdóttir mín, cleópatra, gaut 5 stk af lifandi og krúttulegum kettlingum í gærmorgun :)
hlakka til að kíkja á þá þegar við komum heim! vona að þeir verði allir lifandi ennþá, og vel sprækir... ef ykkur vantar kisu, let me know, and i might hook u up :)
...out!
danmörk, 2. póstur
búin að setja inn myndir, gamangaman :)
more to come...
enn gaman hjá okkur, erum að fara inn í álaborg bráðum... raggi er samt enn sofandi :/
ætlaði ekki að kaupa neitt handa neinum en er búin að kaupa 2 gjafir, handa auði og hjalta... þetta bara öskraði nöfnin þeirra :)
ég er svoooo góð :)
já, einkunnirnar voru ekki hræðilegar, 9 og 8.... mostly :p ekkert f neðan 6, sem er afrek... á þessari önn...
have to go shop!!!
...out!
danmörk, 1. póstur
jæja, dagur 2 búinn...
ferðalagið hingað var langt, en bara fínt, raggi svaf allt flugið, ég las...
svo var 8 tíma lestarferðin ekkert mál, höfðum það gott bara :) horfðum á stargate atlantis í lappanum og svona :)
komum soldið seint til nibe ig fórum eiginlega bara beint í rúmið...
vöknuðum í gær og þá var jóna búin að fara út í bakarí og var að undirbúa morgunmat, namminamm :p
fórum svo í Storcenter, sem er mall í álaborg, jóna verlsaði eikkað en ég fékk mæer bara 1 tösku og raggi 3 dvd á 100 kall :) og starwars kall... litli strákurinn minn :)
sátum svo úti í garði í 23+ gráðu hita þangað til við gáfumst upp á sólinni...
hver hefði trúað því???
í dag var aftur farið út í bakarí og borðað og svo brunað í Åalborgs Zoologiskhave :)
...dýragarðinn... flott dýr og gott veður... tókum myndir...
skutluðumst svo í miðbæinn í kaffio og svo með jónu í flug :( hún er á leið til íslands núna :(
svo er ég í sólbaðspásu núna... enn heitara en í gær og kl er 18:30!!!
solid sko!!!
ætlum á bílnum hennar jónu á morgun innn í álaborg að versla :) jei!!!
i'll keep you posted, mest til að monta mig :)
bumbukríli finnst gaman í danmörku, sparkað mikið og lætur finna fyrir fjörinu :)
tökum bumbumyndir í kvöld og reynum að posta þeim á meðan við erum enn í nibe :)
bæjó :)
...out!
eurovision og fleira...
ok, ég vil ekki vera klisja eða eins og allir hinir, en vá...
ég get ekki ekki sagt neitt, búningurinn hennar selmu er forljótur!!!
vona að hún skipti greyið...eins og hún getur verið flott!!! sorglegt keis...
og lagið er líka svo skemmtó og flottó ;P
jamm og jæja, kemur allt í ljós í kvöld... ég er bara orðin soldið spennt, en samt gleymi ég oft að vera spennt aþþí ég er á fullu að pakka fyrir ferðina okkar :)
ég sem hélt að ég ætti ENGIN föt til að fara með, allt orðið of lítið, en ég þarf að velja aðeins úr... hmmm...
reyndar er ekki neitt úrval í buxna- eða nærfatadeildinni hjá mér, vonast til að breyta því eikkað í H&M ;P
raggi á minna af fötum en ég ef eikkað er... hann er svo óduglegur að versla, allt orðið frekar slitið og snollað... (já, það er orð!!!)
bætum pottþétt úr því í H&M :)
svo er ég að fara að ná í einkunnir eftir hádegi :/
ég er ekki kvíðin, heldur er mér alveg sama... sem er skrítið...
en þessa önn var ég ekki í skólanum fyrir mig, veit ekki fyrir hvern samt, en pottþétt ekki fyrir mig...
ég var svo þreytt og leið alla önnina, sérstaklega undir lokin, þegar ég þurfti að velja á milli hvort ég ætlaði að læra eða mæta í skólann...
hefði viljað vera í vinnu bara, og laus eftir hana...
vona bara að það sé ekkert undir 5 á þessu blaði, þá held ég nebblea að mamma og pabbi verði svo leið... þau vilja að ég sé dugleg, og ég virkilega reyndi...
vona að það sé nóg...
þannig mig kvíðir eilea bara fyrir að sýna þeim blaðið sem aðalbjörg lætur mig hafa á eftir...
ég bið að heilsa ykkur, nenni ekki að skrifa áður en við förum út...
ég skal versla nóg til að öllum sem eru fastir hér í sumar líði vel!!!
eurovision-stuðið veri með ykkur um helgina!!!
surely efast enginn um að "við" verðum með á laugardaginn???
þetta í kvöld er bara formsatriði :) ég hef fulla trú á selmu "okkar"!!!
(oj, hvað ég myndi ekki vilja vera eign allrar þjóðarinnar)
ég mun hugsa til ykkar úr sófanum í nibe :)
þar sem ég mun kjósa eins oft og pabbi leyfir mér :)
GOOOOOOOOOO SELMA!!!
...out!
siglufjörður
það var æði hjá okkur um helgina!!! við slöppuðum svo af og höfðum það gott... algjört yndi...
við komum á sigló um 5 á laugardaginn og þá fór raggi bara að leggja sig og ég að heilsa upp á fólkið og spila pínu wow :)
það er sko líka internet á sigló sko :P
svo sagði siggi frændi að ef raggi kæmi niður fengi hann bjór, mmm.... raggi var kominn í föt og niður í eldhús á innan við 30 sek :)
fengum geggjað lasagne (takk guðlaug) og svo hélt bara stuðið áfram!!!
þarna með okkur voru sko 3 brjáluð börn, moli (hundur siggu og finns), systurnar af melhæð (dúa, sigga, steina og bryndís), finnur og náttlea siggi og guðlaug... og á laugardeginum var sko drukkið!
aþþí allir ætluðu á ball... líka ég og raggi...
við ætluðum að hitta leó í móðurskipinu, en það fór út um þúfur, sáum ekki einu sinni glitta í manninn!!!
sem hefur örugglega eikkað að gera með það að við fórum ekki á ballið :/ krakkarnir fóru svo seint af stað að við vorum að leka niður :( bömmer...
(lang)afi og (lang)amma hittu bumbuna í fyrsta skipti, og afa fannst þetta bara fara mér vel :) er ekki frá því að maður sé pínu spenntur... enda kominn yfir áttrætt og kominn tími á barnabarnabörn :P
sigga og gunnhildur, a.k.a. dúa, eru voða fegnar að ég skuli hafa drifið í þessu, þá er enginn pressa á þeim... svo á sigga náttlea mola... hann er góður frændi til að eiga , vel upp alinn og stilltur :)
fermingarveislan hennar binnu var frábærlega vel heppnuð, og ekki spillti yndislega veðrið fyrir!!! veislan var haldin á sveitsetri föðurfjölskyldu hennar, flott og stórt hús sem rúmar endalaust af gestum, staðsett í fljótunum... sem enginn veit hvar er no doubt... :p
maturinn var líka æði!!! eins og alltaf hjá þessum gæa, sem er orðinn svona einka veislukokkur hjá fjölskyldunni... mmmmmm... robbi kynntist honum þegar hann var alltaf að gista á óðinsvé, þessi gæi var kokkur þar... og núna eigum við hann bara :)
og svo voru hestar þarna rétt hjá...
arnar áki meiddi sig þegar hann greip í rafmangsvírinn á girðingunni, og grét alveg þangað til hann sá spýtu á jörðinni... hann var líka alla helgina með hor, reyndi ítrekað að ræna bílum fjölskyldunnar og horfði a.m.k. 9 sinnum á toy story á meðan ég var þarna... hann er að verða 3 ára og elskar bósa ljósár og að drepa drasl...
og er alveg yndislega brjálað barn... :)
meira var svo sem ekki gert um helgina, við sváfum oft á dag, borðuðum og raggi drakk bjór og spilaði wow...
þvílík afslöppun... ég var næstum hætt við danmerkurferðina aþþí það var svo gott veður á sigló :) nei, ekki alveg... en ég ætla samt að stríða pabba með því :)
svo var líka gaman að hitta allt fólkið og eyða tíma með því...
og það er komið á hreint að vaggan okkar er á leiðinni suður svo ?"árni"? litli eigi nú rúm :) og líklegast fæ ég vagn líka, alveg eins og við ætluðum að kaupa :)
slagurinn um nafnið heldur áfram, árni frændi er orðinn voða spenntur, og ég held að árni afi verði glaður ef hann fær nafnið...
og ef þetta verður nú óvart stelpa, þá getur hún heitið árný svava... aþþí kærastan hans árna heitir svava :D
og hún vil líka fá barnið 19. ágúst :) hehe... það er rosalegt hvað fólk ætlast til af manni :) á enginn afmæli fyrir 12. ágúst??? :) sem vil panta dag???
komum svo heim í gær, og atli var ekki búinn að kveikja í húsinu eða neitt :)
og það var ekki búið að brjótast inn til mömmu heldur...
en hún kemur nú bráðum frá róm, þar sem hún er búin að vera að tjútta frá því á fimmtudag... er ábyggilega að tæla einhverja ítala á fullu, hún segist bara vera fara í vatíkanið og til pompei og svona :)
en þetta er voða langt hjá mér og sem betur fer var ekkert annað sem ég vildi skrifa... held ég ;p
...out!
Ferða-Brynja
jamm og já... ég verð á faraldsfæti næstu daga/vikur :)
með bumbuna út í loftið :)
en ég og raggi förum til sigló á morgun, í fermingu hjá binnu frænku... oh, það er voða langt síðan ég kom til sigló, og mig hlakkar bara soldið til :)
það verður voða gaman að sýna loksins (lang)ömmu ;p bumbuna og spássera um bæinn í bumbufötum :)
svo á líka að vera svo gott veður alls staðar um helgina, þetta verður bara massafrí...
en þetta þýðir líklegast að ég missi af ammælisboði hjá siggu, hún var að spá að bjóða okkur heim um helgina... :/ mæti bara næst, sigga mín :)
oooog, eftir viku ætlum við aftur í ferðalag... vorum að panta flugmiða til köben í gærkvöldi :) YES!!! ég kemst einu sinni enn til nibe áður en pabbi flytur!!! :D
svo ekki sé minnst á að mér veitir sko ekki af 10 dögum í danmörku eftir þennan vetur og fyrir þetta sumar... aðeins að njóta kæruleysis og ekki hafa áhyggjur af skóla, og ekki vera orðin svo þreytt og ólétt að allt er ómögulegt...
ætlum að fara frá köben til álaborgar með lest, raggi hefur aldrei farið í lest!!! omg! og aftur til baka líka, og vera 2 nætur á hóteli og koma heim 1. júní, seint...
þetta verður geggjað og ég og raggi eigum þetta skilið, erum alveg útkeyrð og taugaveik eftir að hafa verið svona dugleg síðustu mánuði... :) jei!!!
Dk rocks!!!
þannig ef einhver vil eikkað við mig tala, verður það að gerast í dag, eða milli þriðjudags og fimmtudags í næstu viku ;p
annars allt gott, bumba góð, ég góð, mamma í róm, wow gengur vel...
einkunnir 19. maí... :/ *krossa fingur*
cleó fer heim á eftir til að undirbúa komu kettlinganna sinna... soldið sorglegt, finnst eins og hún er kisan mín... en gaman að fá kettlinga bráðum :)
sem ég get ekki fengið samt, ég vil frekar fá litla bróður í heimsókn heldur en að eiga kisu ... hann er með agalegt ofnæmi sko :( greyið...
fæ mér bara hund :D
ok bæ
...out!
YES!!!!
ég er búin í þessum ljótu prófum!!!
engin meiri taugaveiklun í bráð...
djö... hvað þetta er góð tilfinning :)
takk, ætla í bankann
...out!
alveg að klárast
núna gengur líka miklu betur að læra... fékk svo mikinn kraft eftir að hafa RÚLLAÐ upp enskuprófinu í morgun... :)
núna get ég sko allt!!!
ég hlakka svo til þegar þetta rugl og þrugl klárast :)
var í mæðraskoðun 4 í morgun, strax eftir próf...
að venju er allt í toopformi, meira að segja hefur legvatnið minnkað þannig bumban er komin í "venjulega" kúrvu núna :)
þarf samt að fara í aðra blóðprufu í fyrramálið, svona status tjekk eikkað...
oj, hata blóðprufur :/
er að setja inn myndir frá því afmælinu hennar guðrúnar... það var sko í sept 2004...:/
ég er bara pííínu eftir á :) en það eru myndir af ótrúlegasta fólki þarna... check it :)
...out!
myndir
setti inn ammælismyndir :)
þær eru frá hjalta og berglindi
enjoy :)
hvað er í gangi!!!
cleópatra er kettlingafull!!! hvaða ansana...?
annað hvort hefur eikkað fress bombað hana þegar hún var ennþá uppi í grafarvogi, eða hún hefur bara smitast af mér...hmmm...
þetta er sko ekkert grín!
eins og systir hans raggasagði í gær þegar hún kom í heimsóknog sá alla þessa verðandi foreldra, það er alveg hægt að gera ÞAÐ sér til gamans líka...!!! :D
sem er satt, munuði það gullin mín!!! ;p
ég á ennþá 3 próf eftir... gat ekki farið í ísl í morgun, finnst ég svo illa lesin...
tek það á þriðjudaginn í staðinn...
finnst það alt í lagi, aldrei gert þetta áður og núna er ég ólétt ;)hehe...
þannig helgin mín mun fara í "stífan" próflestur og þannig fjör... oh joy!
...out!
prófatörn vor05
já, búin með 3 próf, sögu, frönsku og íþróttir...
gekk fínt í öllum... lærði reyndar ekkert, og þá meina ég EKKERT fyrir íþróttaprófið... en bóklegar íþróttir eru soldið commonsense...
fyrir alla nema fitubolluklúbbinn glæfraskokkarana... u know who you are!!! :)
þá eru 3 eftir, íslenska, enska og stærðfræði... rúlla þeim upp, þetta erfiða er búið... :) ef njála væri ekki bara svona fökking leiðinleg...
svo rugla ég alltaf sögu 103 við njálu... skrítið? ekki svo...
í sögu á síðustu önn vorum við að tala um brennu þar sem einn komst af aþþí hann faldi sig í sýrutunnu... þannig hjá mér kemst ekkert að nema að kári hafi gert það og lifað þannig af til að hefna... en það bara er ekki svoleiðis... hann hljóp bara í burtu... get ekki munað það... nema ég noti sögukunnáttu mína til að bera saman njálsbrennu og flugumýrarbrennu...? it might work...
get bráðum skráð mig í sumarfjarnámið hjá fá... ég má taka prófin "bara þegar aðstæður þínar leyfa" !!! solid!!!
er ekki viss hvað ég tek... ábyggilega ensku... það er svo létt...
bumban er með því hressasta, sem ég er náttlea mjög sátt við!!! en ég sef hvort eðer svo fast að ef litli ætlar eikkað að vekja mig þarf hann að kremja blöðruna mína vel!!! sem er víst hobby hjá mörgum bumbukrílum... maríanna allavega þjáist soldið af þessu vandamáli, elísa gerði það líka...
fer í mæðraskoðun á mánudaginn... vona bara að það séu engir plúsar sem ætla að skjóta upp kollinum þá...
ef maður er með plúsa í sykri eða eggjahvítum o.þ.h. er það merki um meðgöngueitrun og/eða sykursýki... sem er voða slæmt mál...
oh, ég get ekki beðið eftir sumrinu!!! grilla (sem ég er snilli í), sólbað og sund og ís og mmmm.....
svo koma pabbi og ari sissó, mardís og matt og vonandi einhverjir fleiri sem gaman væri að hitta :)
eins og maðurinn minn myndi segja... OOOOHH YES!!!
takk fyrir mig... bókmenntasaga og world of warcraft kalla, frekar hátt...
...out!
p.s. raggi er að laga bloggið, linkarnir eru neðst :)