<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8223703\x26blogName\x3dSkotta\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skottalitla.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://skottalitla.blogspot.com/\x26vt\x3d1989307628212462218', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
bullið mitt
Skotta
föstudagur, júlí 29, 2005
þvílíkt og annað eins!!!
maríanna er búin að eiga litla stelpu!!! fæddist 29. júlí kl 18:26 :)
14 merkur og 50 cm, aldeilis rúsínuprinsessa þar :)

ásrbjörg er líka búin, núna eftir miðnætti, alveg fullt fyrir tímann en samt örugg... litla hennar og mola þarf bara að vera í hitakassa núna í 6-8 vikur... :s en það gæti orðið styttra ef hún er spræk og dafnar vel :)

vonum það besta, og velkonar í heiminn litlu snúllur :*
og til hamingju foreldrar :D

skrifa meir þegar ég er búin að hitta þessar pæjur!

...out!
 
fimmtudagur, júlí 28, 2005
LOKSINS!
jæja, það var ákveðið að byrja gangsteninguna hjá maríönnu í dag! :) hún er núna upp á spítala, búin að fá stíl og er í monitor og tjillar bara... ;þ
svo bara bíða og sjá, þeir ætla að sprengja belginn og svona þegar þeir komast að og stelpan kemur svo bara, ja, vonandi fyrir helgina :)
jeijeijei :)
today is a good day, all around :)


...out!
 
miðvikudagur, júlí 27, 2005
á þjóðhátíð...
ég fer, fer, fer... ekki :( ekki núna, en pottþétt þegar ég tími að setja krílið í pössun yfir versló :)
oh, það var svo gaman í fyrra, allan tímann... en jæja, kannski verður jafn gaman núna, eyði kannski bara helginni á fæðingardeildinni eða eikkað ;þ *i wish*

ekkert að frétta, er búin að eyða morgnunum undanfarið í lærdóm og svoleiðis fjör og fer svo út eftir hádegi, með mömmu eða auði til skiptis... fínt solis :)
er mun betri núna eftir helgi, greinlega aðeins kaldara... ég er allavega ekki að deyja lengur og ég kemst í skó :) og get verið úti ef það er gola... :/ bömmer að eyð svona góðu veðri inni en svona er þetta bara, bumbur vilja kulda!!!

núna styttist (loksins) í þvottavélina mína, býst við henni í vikunni og þurrkara um leið :) jei!!! spennó!!!

ætla að eyða versló í huggulegheit og kannski smá þvott... við erum að spá í að fara í bláa lónið um helgina og þefa upp eikkað partý... það eru svo margir eftir í bænum, finnum pottþétt eikkað stuð :)
auður á meira að segja ammili á laugardaginn :) kannski fer hún í sumarbústað, en þá er hún leiðinleg... ;)
endilega verið í snúru ef eikkað fjör á að vera um helgina, folks :)

fær einhver endurgreitt frá skattinum annar en ég??? fæ einhverja þús kalla á fös :D ánægð með það bara :) þarf svo að drífa mig í að sækja um þessar húsaleigubætur, gleymi alltaf... :/

hafið það gott og skemmtið ykkur vel um helgina, og passið ykkur öll saman á heimska, ljóta vonda fólkinu sem er til!!!

...out!
 
fimmtudagur, júlí 21, 2005
öfugsnúin
já, ég er öðruvísi en allir... mér finnst fínt að sólin sé farin aftur og ísland sé bara ísland!!! þessi hiti og sól voru ekki að gera sig fyrir hina ofuróléttu mig!!!
enda er ég að drukkna úr bjúg og búin að vera með hausverk í 4 daga... úff, ekki gott að vera komin 9 mán á leið í svona klikkuðu veðri...

fór samt með mömmu í bæinn í gær upp úr hádegi, löbbuðum allan laugaveginn og niður á austurvöll og skoðuðum ljósmyndasýninguna þar, sem mér finnst mjög flott og skemmtileg :) svo borðuðum við (ég) á hressó og töltum til baka upp að sundhöll í bílinn og beint upp í garðabæ, að heimsækja diddu (móðursystur) og svo heim til mömmu og settumst út á svalir... stór mistök, ég hélt ég myndi springa það var svo sterk sólin, ekkert voða heitt aþþí það var smá gola, en sólin er bara stórhættuleg!!!
þannig það má haldast svalt það sem eftir er af sumri :)

annars bara allt eins og venjulega, ekkert að frétta, við erum bara róleg og bíðum eftir fæðingu stráksa... mæðraskoðun í morgun, u know where to find the info...
raggi er ekki enn búinn að taka myndir af mér :( læt hann drífa í því núna!!!

maríanna er ekki enn búin að fæða, btw... við bíðum spennt,nema hún, tjillar bara í sumó með pepsi ;p hehe...

...out1
 
mánudagur, júlí 18, 2005
funny
Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head."
- Sérðu ekki fyrir þér ... einhverja tvo vitleysinga ... með eina baðhettu...




Þetta stóð aftan á sótthreinsandi hreinsiefni: "If you can not read English,do not use this product until someone explains this label to you."
- Ehhhh .....
 
fimmtudagur, júlí 14, 2005
"þjónn, það er fluga í...
latteinu mínu!!!" hahaha... ég elska þegar aulabrandarar gerast í alvörunni :)
þannig er að á þriðjudaginn skildi ég kallinn eftir heima og fór á djamm með ástbjörgu (ammilisbarni og bumbulínu), guðrúnu og fanney... eða eins mikið djamm og maður kemst á með 2 óléttar skvísur ;þ
við fórum og borðuðum á ítalíu, jummy by the way, og eyddum kvöldinu í þvílíkt slúður, barnatal, strákatal og fleira í þeim dúr, þeir sem hafa farið á svona stelpukvöld geta ímyndað sér stemninguna :)
og eftir matinn fékk fanney sér latte, og var hálfnuð þegar hún sér þessa líka bústnu vinkonu fljótandi í kaffinu... :D hehe... þjónninn hélt pottþétt að hún væri að djóka fyrst...
en þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld, og það mætti alveg gera svona oftar...

svo er ég búin að sjá sin city, og djö, ég bara fílaði hana vel... ótrúlega spes mynd og súrt efni, en töff og við raggi skemmtum okkur konunglega :) mæli meðissu ef þið meikið smá flipp í bíó...

hmmhmmhmm, það er svo langt síðan ég skrifaði að allt sem hefur gerst er dottið úr minni mínu... hmmhmmhmm...

það er sól í dag, í fyrsta skipti í langan tíma, og ég er búin að eyða deginum inni :( ég horfði á love actually í "morgun", þangað til rafmagnið fór af :( during the best part of the film i might add!!!
þá fór ég að taka til, ekki veitti af :/ ég er víst ekki húsmóðirin sem mig dreymir um að vera... og skoða barnadót, en við fórum í gær til systur ragga og náðum í slatta af fötum og drasli... og úff, það er bara að vera komin slatti í skápinn okkar :)

og nú sit ég og blogga... það er bara ekki jafn freistandi að fara út í sólina þegar maður veit að maður þarf að fara einn :(

auður er í útlöndum, maríanna í simarbústað (gæti alveg eins verið uppi á fæðingardeild, er sett á laugardaginn, so who knows...), og allir aðrir að vinna eða eikkað álíka plabbalegt!!!
nema vangefnu vinir mínir sem annað hvort eru að spila wow núna eða spiluðu svo lengi í nótt að þeir eru nýfarnir að sofa... >:( dópistar allir saman!!! i mean it!!!
annars er hunterinn minn komin á level 32 og er massa gella með úlf sem pet :) og fokk rík og góð í skinning og leather working :) *montmont*
og mér finnst ógeðslega gaman í world of warcraft :) :)

en jæja, ef eikkað fleira skemmtilegt skeður þá vitiði hvar ég er!!! :) eða allavega símanr. ;p
minni á pjakkinn og gestabókina

...out!
 
miðvikudagur, júlí 06, 2005
frábært hár...
ekkert að frétta, fórum í grill til siggu og árna í gær, vorum að kveðja mardísi og matt, en þau fara á fös :( og koma örugglega ekki aftur fyrr en næsta sumar,og þá til að láta pússa sig saman :)
en það var voða gaman í gær, allir urðu alveg sprengsaddir og ég er enn soldið feit ;p

mig langar að fara og missa mig á útsölum, en það er ekkert til að kaupa :/
bíð bara þangað til í janúar :)

auður er að fara til spánar á morgun, oj hvað ég er abbó! og verður í 2 vikur... ojoj!

annars er ég bara dugleg í wow, ekki jafn dugleg að vaska upp, ekkert dugleg að taka myndir...
ætla að biðja ragga að taka bumbumyndir til að setja á pjakks síðu um helgina...

fór í sónar í morgun, skrifa um það hjá pjakk :)

...out!
 
mánudagur, júlí 04, 2005
party people
já, það var voða gaman hjá okkur á föstudaginn! það voru bara allir í stuði og skemmtu sér...
fólkið mætti svona á svipuðum tíma, og allt byrjaði rólega, við raggi opnuðum innflutningsgjöfina okkar, matreiðslubók sem heitir make out :), bakka svona tré með kassalaga skálum á (sem ég var mjög skotin í), og tvö kampavínsglös, annað blátt, hitt bleikt... ógisslea flott og takk og kossar aftur stelpur og makar ;)
mardís og matt gáfu okkur líka barnaföt, sem er alltaf vel þegið og við vorum mjög ánægð með :)

svo byrjaði þetta pakk að detta íða sko!!! þvílíkt og annað eins!!!
:þ segi svona, þetta var voða pent!!!
þegar á leið var svo singstar keppni, girls vs. boys, ekki allir með en það var alltílæ, sumir eru bara feimnir eða kunnu ekki neitt af lögunum!!!
en stelpurnar unnu fyrri keppnina en í seinni var jafntefli :O en það var skorið út um það með einu lagi og þar tók ég mig til og RÚSTAÐI ragga með svona 20 stigum ;)
btw, það er mjööööög lítið... :Þ
en á endanum voru allir búnir að syngja allavega einu sinni, og allir voða kátir og þá var ákveðið að leyfa restinni af blokkinni að leggja sig ;)
og við fórum niðrí bæ... ég fékk að fara á bíl aþþí ég er ólétt :D hehe...
hittumst öll á sólon og það var bara fínt að vera þar, enda allir í útilegu ennþá á fös.kvöld... lúxus!!! bara sæti og pláss á dansgólfinu og allt!!!

þaðan fór ég nú samt snemma, en ekki fyrst!!! halla og markús voru sybbnust :)
þá var ég búin að hitta ölmu, nönnu og guðrúnu, inga frey og öllu, eyjó og kon... þannig mér fannst nóg komið :) rakst svo á andra val niðrí bæ, sem var óvænt en alltaf gaman að rekast á þessa stráka þarna!

kjellinn kom heim um 6, með næturgest, atla sinn, sem hann af einhverjum ástæðum ákvað að ætti ekki að fara heim til sín :) þannig að þegar ég fór fram um morguninn var lítinn atli dauður á sófanum mínum :) og svaf þar fram eftir degi, við leyfðum honum að liggja eftir þegar raggi fór að vinna (ÞUNNUR) og ég í bæinn með mömmu :)

þessi útsöluferð var mjög góð fyrir okkur báðar, við keyptum okkur ekkert í bænum, borðuðum á vegamótum, keyptum ekkert í smáralind, nema í matinn og fórum svo heim...
voða næs að skoða bara :) fann reyndar pils og kjól, en það var íslensk hönnun og pínu of dýrt... :( en vá hvað ég vildi pilsið!!! ef þið viljið losna við 7500 þá vitiði að þið getið talað við mig :)

en á laugardagskvöld var ég svo eftir mig að ég gat ekki einu sinni farið í bíó með röggu og pétri! það tekur á að halda partý og labba svona mikið sko!
og gærdagurinn var tekinn í leti líka... mmmm... pönsur og vöfflur hjá jónu.... mmmm...

svo vildi ég benda á nýjan link hér við hliðina... pjakkurinn...
það er netsíða sem við ákváðum að skella upp fyrir bumbuna... endilega kíkið, hún er í vinnslu :) og óléttutal og myndir færist að mestu þangað :)

...out!
 
föstudagur, júlí 01, 2005
þar fór það
frændi minn góður...
á rölti um internetið fann ég vefsíðu mágs þíns, og þar þessa mynd...
held að nöfnin árni, og árný svava :) séu dottin út... þori ekki í þennan pakka, ef nöfnunum skildi fylgja þessi geðveiki... sorry :þ



en það má skoða allt, mig langaði líka bara að setja þessa mynd á fleiri staði á netinu, get ímyndað mér að tjellan þín verði sátt ;) hehe...

(people, i just got a young man killed, r.i.p. gummi ;p)

...out!
 


Gestabókin

Myndaalbúmið

Aðrir bloggarar

Smáfólkið

Myndaalbúm

Ég skoða

Gamla dótið

09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
12/01/2005 - 01/01/2006
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
04/01/2006 - 05/01/2006
07/01/2006 - 08/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
01/01/2007 - 02/01/2007
02/01/2007 - 03/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007