Danmörk, 3. póstur
núna er ég sko búin að vera dugleg að versla!!! er búin að eyða svo miklu í sjálfa mig að það er eilea bara ekkert sniðugt!!! en ég kem út í plús, þannig séð... allt svo ódýrt og er búin að fá fullt af fötum, 3 pör af skóm, 1 tösku og sólgleraugu... og smá skart :)
raggi er kominn með 1 buxur, boli, skyrtu, jakka og nærföt og sokka... en hann á líka eftir að fá meir ;p
ég hlakka svaka til að spóka mig í nýju fötunum þegar ég kem heim :)
en mig langar ekkert heim :/
hér er svo gott að vera, í góðu yfirlæti hjá pabba og ara sissó... ari og raggi eru orðnir mestu mátar, ég er eiginlega bara skilin útundan stundum...
en mér finnst það gott mál...
raggi er mjög góður að rata hér í danmörku, hér er allt mun greiðfærara og betur merkt en heima, og ökumenn virða reglur og svona á hraðbrautinni hér, og þá munar miklu...
í fyrradag fórum við inn í álaborg og eyddum deginum á göngugötunum þar, spennandi og raggi fékk fullt að halda á :)
í gær versluðum við ekkert!!! shocking, i know :)
við fórum til hirtshals, þar sem hún olga amma mín býr... hirtshals er lítill og rólegur bær, í klst.fjarlægð frá nibe, var mikill fiskibær, en nú mega þeir veiða svo lítið að túristar eru helsta atvinnulindin... mjög fallegt allt saman þar og amma bauð okkur í mat á kránni "sinni"... sátum svo úti á palli hjá henni og þá kom stóri bróðir pabba og konan hans í heimsókn, og við spjölluðum öll í einhvern tíma...
í dag var annað ævintýri, ákváðum að fara í lítinn bæ rétt við álaborg aþþí þar átti að vera stór og góð babysam-verslun...
lögðum af stað og keyrðum eftir sveitavegum (sem eru betri en þjóðvegur !) í svona 20 mín... þá sáum við stórt, hvítt hús, með mjög stóru barnshöfði á, í fjarska...
það var búðin sem við ætluðum sko í!!!
og, oh my god!!! þessi babysam búð er á stærð við debenhams!!! rugl pláss. og rugl mikið af vörum!!!
vagnar, rúm, föt, leikföng og allt heila klabbið... en við gengum út tómhent... kannski of stór búð???
en ætlunin var að kaupa vagn, en við fáum víst frá móðurfjölskyldu minni í sængurgjöf... þannig að... :) we win again!!!
ætlum að kíkja á laugardaginn, ef við getum fyrir hita... þá á að vera 27 gráður og glampandi sól :), og kannski kaupa rúm...
fórum svo í storcenter aftur, rötuðum alveg :) og núna var lítið að gera og ég missti mig í h&m, aftur, og raggi gat líka skoðað og keypt í búðum sem við löbbuðum bara framhjá á laugardaginn... og núna er ég hætt að versla á mig, nema ég finni eikkað flott... allt á ragga og litla from now on :)
ætlum í bæinn á morgun, snemma aþþí það á að vera svo heitt að ég vil eyða eftirmiðdeginum hér í garðinum :)
á föstudag er það legoland í 25 stiga hita og sól...
laugardagur, tjill á hestebakken 37, í góóóðu veðri...
sunnudagur, fårup cup, sem endar í ferð í sommerland...
þessi dagskrá hljómar ekkert smá vel og ég vona að veðrið bregðist ekki...
læt heyra í mér aftur...
sakna nokkurra sála á íslandi, u know who u are... en ekki of mikið :)
raggi biður að heilsa, annars hittiði hann bara í wow ;p
næstum búin að gleyma!!! fósturdóttir mín, cleópatra, gaut 5 stk af lifandi og krúttulegum kettlingum í gærmorgun :)
hlakka til að kíkja á þá þegar við komum heim! vona að þeir verði allir lifandi ennþá, og vel sprækir... ef ykkur vantar kisu, let me know, and i might hook u up :)
...out!