siglufjörður
það var æði hjá okkur um helgina!!! við slöppuðum svo af og höfðum það gott... algjört yndi...
við komum á sigló um 5 á laugardaginn og þá fór raggi bara að leggja sig og ég að heilsa upp á fólkið og spila pínu wow :)
það er sko líka internet á sigló sko :P
svo sagði siggi frændi að ef raggi kæmi niður fengi hann bjór, mmm.... raggi var kominn í föt og niður í eldhús á innan við 30 sek :)
fengum geggjað lasagne (takk guðlaug) og svo hélt bara stuðið áfram!!!
þarna með okkur voru sko 3 brjáluð börn, moli (hundur siggu og finns), systurnar af melhæð (dúa, sigga, steina og bryndís), finnur og náttlea siggi og guðlaug... og á laugardeginum var sko drukkið!
aþþí allir ætluðu á ball... líka ég og raggi...
við ætluðum að hitta leó í móðurskipinu, en það fór út um þúfur, sáum ekki einu sinni glitta í manninn!!!
sem hefur örugglega eikkað að gera með það að við fórum ekki á ballið :/ krakkarnir fóru svo seint af stað að við vorum að leka niður :( bömmer...
(lang)afi og (lang)amma hittu bumbuna í fyrsta skipti, og afa fannst þetta bara fara mér vel :) er ekki frá því að maður sé pínu spenntur... enda kominn yfir áttrætt og kominn tími á barnabarnabörn :P
sigga og gunnhildur, a.k.a. dúa, eru voða fegnar að ég skuli hafa drifið í þessu, þá er enginn pressa á þeim... svo á sigga náttlea mola... hann er góður frændi til að eiga , vel upp alinn og stilltur :)
fermingarveislan hennar binnu var frábærlega vel heppnuð, og ekki spillti yndislega veðrið fyrir!!! veislan var haldin á sveitsetri föðurfjölskyldu hennar, flott og stórt hús sem rúmar endalaust af gestum, staðsett í fljótunum... sem enginn veit hvar er no doubt... :p
maturinn var líka æði!!! eins og alltaf hjá þessum gæa, sem er orðinn svona einka veislukokkur hjá fjölskyldunni... mmmmmm... robbi kynntist honum þegar hann var alltaf að gista á óðinsvé, þessi gæi var kokkur þar... og núna eigum við hann bara :)
og svo voru hestar þarna rétt hjá...
arnar áki meiddi sig þegar hann greip í rafmangsvírinn á girðingunni, og grét alveg þangað til hann sá spýtu á jörðinni... hann var líka alla helgina með hor, reyndi ítrekað að ræna bílum fjölskyldunnar og horfði a.m.k. 9 sinnum á toy story á meðan ég var þarna... hann er að verða 3 ára og elskar bósa ljósár og að drepa drasl...
og er alveg yndislega brjálað barn... :)
meira var svo sem ekki gert um helgina, við sváfum oft á dag, borðuðum og raggi drakk bjór og spilaði wow...
þvílík afslöppun... ég var næstum hætt við danmerkurferðina aþþí það var svo gott veður á sigló :) nei, ekki alveg... en ég ætla samt að stríða pabba með því :)
svo var líka gaman að hitta allt fólkið og eyða tíma með því...
og það er komið á hreint að vaggan okkar er á leiðinni suður svo ?"árni"? litli eigi nú rúm :) og líklegast fæ ég vagn líka, alveg eins og við ætluðum að kaupa :)
slagurinn um nafnið heldur áfram, árni frændi er orðinn voða spenntur, og ég held að árni afi verði glaður ef hann fær nafnið...
og ef þetta verður nú óvart stelpa, þá getur hún heitið árný svava... aþþí kærastan hans árna heitir svava :D
og hún vil líka fá barnið 19. ágúst :) hehe... það er rosalegt hvað fólk ætlast til af manni :) á enginn afmæli fyrir 12. ágúst??? :) sem vil panta dag???
komum svo heim í gær, og atli var ekki búinn að kveikja í húsinu eða neitt :)
og það var ekki búið að brjótast inn til mömmu heldur...
en hún kemur nú bráðum frá róm, þar sem hún er búin að vera að tjútta frá því á fimmtudag... er ábyggilega að tæla einhverja ítala á fullu, hún segist bara vera fara í vatíkanið og til pompei og svona :)
en þetta er voða langt hjá mér og sem betur fer var ekkert annað sem ég vildi skrifa... held ég ;p
...out!