Danmörk, 4. póstur
úfff, nú er ég hætt að versla!
síðustu dagar hafa verið rosalegir, ég er alveg búin að spæna upp peningana okkar í miðbpnum og storcenter...
og er hissa á að ég sé enn með fæturnar heila... er búin að labba alveg ofsalega mikið þessa vikuna :)
en ég er hæstánægð, á fullt af nýju dóti, raggi líka, og bumbukríli... allir sáttir... keyptum pínu í íbúðina, og þá meina ég PÍNU, en það fer í gáminn hjá pabba, þetta er soldið þungt nebblea... :/
en vá hvað við verðum flott þegar við komum heim :)
vona bara að ég verði orðin alvöru brún, og raggi ekki lengur rauður ;p
við fórum nebblea í legoland í dag... lögðum að stað kl 8 í morgun, og vorum komin til billund (þar sem legoland er) rúmlega 10...
þá var 21 stiga hiti... það fór bara hlýnandi með deginum!!! :D og þar sem ég er klár, bar ég strax á mig soldið af sólarvörn... ekki strákarnir :/ æ æ...
þeir báru á sig þegar við fórum í íspásu, miklu seinna... enda er raggi brunninn, vona að það reddist samt, og ari og pabbi pínu rauður sumstaðar...
en vá, hvað það var gaman hjá okkur í dag!!! legoland er snilld!!! við vorum 8 tíma þar!!! og stoppuðum ekkert til að hvíla okkur nema til að borða um kl 5...
ég mátti/gat ekki farið í mörg tæki, þannig ég var mest með pabba að skoða, og bíða eftir "börnunum" :þ
en það var allt í lagi, ég komst í nokkur, og svo er allt svo fallegt og flott, magnað hvað það er mikið lagt í allt þarna...!!!
garðinum er skipt í þemu, miniland (fyrsti og elsti hluti legolands), þar er mikið af borgum, og styttum og drasli úr allt að 2,4 millj legokubba!!!
svo er riddaraland, sjóræningjaland, kúrekaland, ævintýraland, duploland, ímyndunarland og svo legocity, sem er nýjasta viðbótin, og þar eru bara 2 tæki :)
allsstaðar eru fígúrur og dót úr lego, meira að segja lestin sem fer um garðinn er úr legokubbum!!!
þetta var yndislegur dagur og ég hef sjaldan skemmt mér svona vel eins og dag með strákunum :)
þó að ég hafi ekki fengið að vera mikið með kærastanum mínum, ari er algjörlega búinn að hertaka hann :/ :)
en ég vona að sunnudagurinn verði jafn góður, þá förum við fyrr af stað aþþí ari sissó þarf að spila 3 fótboltaleiki áður en við förum í sommerland...
og við eyðum síðasta deginum á jótlandi með fótboltaliðinu í sommerland... góður endir á þessum hluta ferðarinnar!
á morgun er bara tjill, ari sissó fær vin í heimsókn, ég og raggi eigum að "passa"... vona að vinurinn vilji ekki tala við okkur, ég skil ekki vini ara sissó, þeir tala svo góða dönsku... :/ og hratt!!!
erum eikkað að plana köben líka, vitum að við ætlum á starwars 3, í tívolí, rölta á strikin og kannski believe it or not museum, og madame tusseau...
en ekkert er ákveðið :)
er að setja inn myndaskammt, legoland ofl...
efast um ég skrifi aftur áður en við komum heim, aðfaranótt 2. júní...
en sjáum til... hafið það gott og njótið lífsins :*