Danmörk, 5. póstur
veit ég ætlaði ekki að skrifa meira en ég varð að deila þessu með ykkur...
í gærkvöldi fékk ég í fyrsta skipti bjúg á fæturnar!!!
það var geðveikt fyndið! var eikkað að fara úr skónum og pabbi sagði :" ertu með svona feitar tær?" eða eikkað svoleiðis... og ég bara: "hva meinaru kall!!!"
en svo leit ég niður og jújú...! bólgnar tær og ökklar!!!
ég sprakk úr hlátri, það er voða fyndið að sjá svona :)
eins og ég er búin að vera að passa mig, alltaf á kvöldin eftir verslunarferðir og legoland leggst ég í sófann með lappirnar upp í loft til að losna við bjúg!!!
en í gær lá ég í leti allan daginn, þannig mér datt ekki í hug að ég fengi bjúg!!!
skrítið þetta líf...
þetta gæti verið út af því að í gær var heitasti dagurnn so far... 27 stiga hiti þegar sólin var bakvið ský!!! *mont*
en núna þarf ég að leggja af stað í sommerland...
2. júní sjáumst við svo og heyrumst :)
...out!