<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8223703\x26blogName\x3dSkotta\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://skottalitla.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://skottalitla.blogspot.com/\x26vt\x3d-4611739316355942524', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
bullið mitt
Skotta
sunnudagur, desember 31, 2006

Elsku vinir, fjölskylda og kunningjar,

myspace

myspaceog takk fyrir allt gamalt og gott. Ég hlakka til að eyða 2007 með ykkur :)

Árið 2006 hefur bara verið mjg gott, við fluttum í sætu íbúðina okkar, sem við elskum alveg út af lífinu, hún er svo við ;)
Því miður erum við ekki dugleg að fá fólk í heimsókn, en ætlum alltaf að bæta úr því ;)

Við fíluðum Silvíu Nótt, og Lordi ;)

Ég fylgdist með lífsbaráttu Bryndísar Evu, litlu sætu snúllunnar. Í september kvaddi hún, sofandi í fangi pabba síns. Lítill engill.

Við Siggi Hrafn lékum í Mýrinni, en erum ekki búin að sjá hana. Mér skilst að við sjáumst bara ágætlega :D

Ég var dugleg að fara út að ganga með Sigga Hrafn í vagni, og leið bara vel það.

Kristín seldi Kaffi Vín, sem er frekar sorglegt, og við söknum hennar!
Siggi og Ásgeir tóku við, og þó að hlutirnir hafi litið mjög illa út á tímabili er allt að koma hjá þeim og staffinu ;)

Sumarið var skemmtilegt, veðrið var það ekki! En við létum það ekki á okkur fá og höfðum það gott og brölluðum ýmislegt. Ég kíkti meira að segja svolítið á djammið og það var bara æði.

Mardís og Matt giftu sig, svo fallegt brúðkaup, veislan bara partý! :D

Í ágúst fór ég til Danmerkur og eyddi verslunarmannahelginni í Köben með Auði og Maríönnu. Bara gaman!!!

Siggi varð eins árs. Það er magnað og ég er alltaf að undrast á fegurð barnsins.
Héldum upp á afmælið hans fyrir bumburnar, ótrúlega skemmtilegt :)

Svo byrjaði ég að vinna á Grænuborg, oh ó bojj!!! Aldrei hefði mig grunað að það væri svona mikið fyrir mig! Ég er loksins í vinnu sem ég fíla í ræmur :) Og það breytir sko geðveikt miklu!

Stóra Kaffi Vín reunionið 11. nóv., snilldar partý!!!

Svo var vinnudjamm núna í des, og jólahlaðborð og jólaundirbúningur.

Raggi átti afmæli í gær, við fórum í veislu hjá Ragga familíu og svo í bíó, á Children of Men. Hún er rosalega góð!!!Jæja, við á Vífilgötunni kveðjum árið í sátt, vona að þið gerið það líka :)Sjáumst vonandi í partýum í kvöld, ef ekki þá góða skemmtun, hvað sem þið gerið!
 
laugardagur, desember 23, 2006
Ég nenni ekki að senda ykkur sms, e-mail eða kommenta á bloggin ykkar eða Myspace...
Christmas Myspace Comments
Christmas Myspace GraphicsGleðilega hátíð, elsku vinir!

Vona að þið hafið öll haft það frábært í gær og að gleðin haldi bara áfram :)
Takk fyrir allt það gamla og góða, sé vonandi sem flest ykkar fyrir áramót eða á gamlárskvöld. Lifið heil!

Jólakossar til ykkar og ykkar,
Brynja, Raggi og Siggi Hrafn
 
fimmtudagur, desember 21, 2006
Jæja, og jæja...
ÉG var veik mest alla síðustu viku, eyddi svo laugardegi í nammigerð og sunnudegi í jólastúss...
Ég er nýhætt að vera slöpp, en er alveg raddlaus og skrítin ;) Er með viskírödd dauðans þegar eitthvað heyrist og er bara mjög sexý!

Mætti of seint í vinnuna í moegun af því að ég hélt að vekjaraklukkan okkar væri biluð... en það er bara ég sem er biluð... bömmer!

Núna ætla ég út í þetta ofsa veður, hætta mér á Laugaveginn og reyna að klára alveg allt jólastúss, og kannski kaupa afmælisgjöf handa Höllu Stínu Fínu Mínu, sem á afmæli á morgun og verður þá jafngömul og ég :D

Læt kannski heyra í mér fyrir jól ef ég lifi af bæjarferðina ;P

jólijóli
 
þriðjudagur, desember 12, 2006
Sætasi kærasti í heimi?
Jah, hún Elín á Grænuborg segir allavega að Raggi minn sé sætasti kærasti í heimi.
Í dag hringdi hann upp í vinnu og bað mig um að koma út, og þá beið hann þar með rósavönd, og ekkert lítið fallegar rósir það :D
Og ekki af neinu tilefni, ekkert afmæli og hann ekkert búinn að gera af sér ;)

Hann er einfaldlega... sætasti kærasti *hóst* á maður ekki að segja unusti??? isss...

Hann er sætasti unnusti í heimi!!! Og ég á hann :D


Ekkert að frétta, voða stutt í jól, við erum bara alveg að verða til í þau :)
Nokkrar gjafir sem fedex var að koma með bíða í tollinum (held ég), og bara mjög fáar sem við eigum eftir að kaupa :)

Ég er búin að baka, og við erum búin að þrífa og skreyta, kaupum svo tré á laugardaginn.

Svo erum við bara hress, fyrir utan smá hor og þreytu á morgnanna...
Heyrumst!
 
laugardagur, desember 02, 2006
Besta band í heimi
er án efa Húsbandið úr Rockstar!
Úfff, hvað þeir eru töff, ég er bara ekki að ná því ennþá, bara bestir í heimi!!!

Raggi bauð mér s.s. á Houseband og Magna, Dilönu, Storm, Toby og Josh á afmælisdaginn minn, og það var geggjað fjör! Hef sjaldan skemmt mér jafn vel, og Raggi var alveg að fíla þetta. Jón Þórir og Gyða (sem við hittum fyrir tilviljun) skemmtu sér líka mjöööööög vel ;)

Og vóóó, hvað ég er hot fyrir Toby Rand! hahaha...

En ég skemmti mér svo vel að ég fór aftur með vinnufélögum og Ástbjörgu í gærkvöldi :D
Og það var bara næstum jafn gaman, það var bara ekki jafn mikil stemning í áhorfendunum, en jafn mikið fjör hjá rokkurunum og bandinu :) En þau voru öll að djamma allan tímann sem þau voru bakvið, bæði kvöldin :D Sem gerði sjóvið hjá þeim oft svolítið fyndið, því þeim finnst svo gaman að leggja hvert annað í einelti.

Á seinni tónleikunum tók ég myndir, byrjuðum aftarlega og færðumst sífellt framar og framar, ein sog sést á myndunum.

Eftir tónleikana í gær fórum við Ásrbjörg á Vín, og þar var mikið af pakki að detta í það :) Gaman að því, en samt vildi enginn koma með mér á Rex til að hitta Toby Rand!!!! Ég var frekar fúl yfir því :S Strákarnir hefðu bara getað horft á Storm eða Dilönu, dí... Ömurlegir vinir!!!

En já, nokkrar myndir í lokin

Josh Logan að spila


Magni, Josh og TOOOOOOOBY RAAAAAND, sem er mesta hottie í heimi


Dilana og Sasha


Storm megagella

Og svo eina í viðbót :)


Ekki sú besta, but you should get it ;P

Og Bjarki og Erla, gaman að sjá ykkur í gær, þið eruð alveg ótrúlega sæt og krúttleg eitthvað, og Erla... þúrt hot pía!

...out!
 


Gestabókin

Myndaalbúmið

Aðrir bloggarar

Smáfólkið

Myndaalbúm

Ég skoða

Gamla dótið

09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
12/01/2005 - 01/01/2006
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
04/01/2006 - 05/01/2006
07/01/2006 - 08/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
01/01/2007 - 02/01/2007
02/01/2007 - 03/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007