Sætasi kærasti í heimi?
Jah, hún Elín á Grænuborg segir allavega að Raggi minn sé sætasti kærasti í heimi.
Í dag hringdi hann upp í vinnu og bað mig um að koma út, og þá beið hann þar með rósavönd, og ekkert lítið fallegar rósir það :D
Og ekki af neinu tilefni, ekkert afmæli og hann ekkert búinn að gera af sér ;)
Hann er einfaldlega... sætasti kærasti *hóst* á maður ekki að segja unusti??? isss...
Hann er sætasti unnusti í heimi!!! Og ég á hann :D
Ekkert að frétta, voða stutt í jól, við erum bara alveg að verða til í þau :)
Nokkrar gjafir sem fedex var að koma með bíða í tollinum (held ég), og bara mjög fáar sem við eigum eftir að kaupa :)
Ég er búin að baka, og við erum búin að þrífa og skreyta, kaupum svo tré á laugardaginn.
Svo erum við bara hress, fyrir utan smá hor og þreytu á morgnanna...
Heyrumst!