Elsku vinir, fjölskylda og kunningjar,
myspace
og takk fyrir allt gamalt og gott. Ég hlakka til að eyða 2007 með ykkur :)
Árið 2006 hefur bara verið mjg gott, við fluttum í sætu íbúðina okkar, sem við elskum alveg út af lífinu, hún er svo við ;)
Því miður erum við ekki dugleg að fá fólk í heimsókn, en ætlum alltaf að bæta úr því ;)
Við fíluðum Silvíu Nótt, og Lordi ;)
Ég fylgdist með lífsbaráttu Bryndísar Evu, litlu sætu snúllunnar. Í september kvaddi hún, sofandi í fangi pabba síns. Lítill engill.
Við Siggi Hrafn lékum í Mýrinni, en erum ekki búin að sjá hana. Mér skilst að við sjáumst bara ágætlega :D
Ég var dugleg að fara út að ganga með Sigga Hrafn í vagni, og leið bara vel það.
Kristín seldi Kaffi Vín, sem er frekar sorglegt, og við söknum hennar!
Siggi og Ásgeir tóku við, og þó að hlutirnir hafi litið mjög illa út á tímabili er allt að koma hjá þeim og staffinu ;)
Sumarið var skemmtilegt, veðrið var það ekki! En við létum það ekki á okkur fá og höfðum það gott og brölluðum ýmislegt. Ég kíkti meira að segja svolítið á djammið og það var bara æði.
Mardís og Matt giftu sig, svo fallegt brúðkaup, veislan bara partý! :D
Í ágúst fór ég til Danmerkur og eyddi verslunarmannahelginni í Köben með Auði og Maríönnu. Bara gaman!!!
Siggi varð eins árs. Það er magnað og ég er alltaf að undrast á fegurð barnsins.
Héldum upp á afmælið hans fyrir bumburnar, ótrúlega skemmtilegt :)
Svo byrjaði ég að vinna á Grænuborg, oh ó bojj!!! Aldrei hefði mig grunað að það væri svona mikið fyrir mig! Ég er loksins í vinnu sem ég fíla í ræmur :) Og það breytir sko geðveikt miklu!
Stóra Kaffi Vín reunionið 11. nóv., snilldar partý!!!
Svo var vinnudjamm núna í des, og jólahlaðborð og jólaundirbúningur.
Raggi átti afmæli í gær, við fórum í veislu hjá Ragga familíu og svo í bíó, á Children of Men. Hún er rosalega góð!!!
Jæja, við á Vífilgötunni kveðjum árið í sátt, vona að þið gerið það líka :)
Sjáumst vonandi í partýum í kvöld, ef ekki þá góða skemmtun, hvað sem þið gerið!