Jæja, og jæja...
ÉG var veik mest alla síðustu viku, eyddi svo laugardegi í nammigerð og sunnudegi í jólastúss...
Ég er nýhætt að vera slöpp, en er alveg raddlaus og skrítin ;) Er með viskírödd dauðans þegar eitthvað heyrist og er bara mjög sexý!
Mætti of seint í vinnuna í moegun af því að ég hélt að vekjaraklukkan okkar væri biluð... en það er bara ég sem er biluð... bömmer!
Núna ætla ég út í þetta ofsa veður, hætta mér á Laugaveginn og reyna að klára alveg allt jólastúss, og kannski kaupa afmælisgjöf handa Höllu Stínu Fínu Mínu, sem á afmæli á morgun og verður þá jafngömul og ég :D
Læt kannski heyra í mér fyrir jól ef ég lifi af bæjarferðina ;P
jólijóli