reporting in...
jamm og já... hef ekkert bloggað einfaldlega vegna þess að það er ekkert markvert í gangi þessa dagana... er bara hardworking í skólanum, kíki svo á vín í kana og kók og svo heim að læra eða hangsa meðan raggi lærir... ekkert voða spennó sko ;)
en raggi er voða duglegur að æfa sig í max-inum sem er þrívíddarforrit og hann er massa klár!!! býr til ógisslea kalla sem ég er hrædd við og svona :p öll kvöld (næstum ;) ) er hann að þessu... verður bráðum kassalaga sjálfur af þessu tölvudóti... hehehe...
annars er mín bara að drepast úr pirringi, langar svo til útlanda, eina helgi í köben að ég er að deyja!!! viljiði styrkja mig? bara nokkrir 100 kellar hér og þar og ég er komin út :P PLÍÍÍÍÍS!!!! oh, það væri draumur... eða ef mamma myndi bjóða mér til phoenix í húsið hennar diddu... en nei, hún er að fara til rómar!!! >:( svindlari, i say!
fór í ammmæli á laugardaginn hjá nóra, hann hélt það á gauknum og þar var allt fljótandi í bjór og allir í pool... það var mjög gaman og margir mættir til að fagna með honum nóra litla... við stoppuðum samt bara til 2 í bænum, ég var massa sybbin og raggi líka, þannig við bara uppí taxa og beint heim! slappt...
annars snýst tilveran þessa dagana um völuspá, ritgerðir, sjálfsvíg og hnattvæðingu (FÉL203) og fleira í þessum dúr... þannig ég kannski ég fari að læra... :)
...out!
bogmaður í rísandi venus...
helgin var góð, róleg... en góð!
fór til bebe (sigga) á fös með martini flösku og gott skap í djammgír alveg bara...
sátum og KJÖFTUÐUM og spiluðum spilið ógurlega sem heitir ekki neitt langt fram á nótt, allavega var lítið eftir af flöskunni minni :)
fórum ekkert að tjútta samt, ragga slösuð, sigga fór heim og bebe eikkað sybbin :P
skreið til ragga milli 3 og 4 um nóttina, aaaaansi hress og kát! þið getið bara spurt atla ;)
eyddi laugardeginum með múttu að skoða baðspegla og sjónvarpsskápa, not so fun... en alltaf gaman að tjilla með motherunitinu... :)
hleypti kallinum svo út með strákunum um kvöldið, sat bara ein í bólstaðarhlíðinni og horfði á charlie´s angels og svona... svaka stuð! tók á móti blindfullum náunga sem þóttist vera kærastinn minn um 4:30 þá nótt... annarlegt ástand á mínum, og!!! hann átti að mæta í vinnu kl 10 morguninn eftir!! :) hahha!! vorkenndi honum ekki mikið þegar hann skreið framúr sko ;p
annars er bara orðið fullt að gera í skólanum, endalaust að lesa, glósa, skrifa...iffff... en ég er dugleg :) kemst alveg yfir þetta, kostar bara skipulagningu ... annars er eitt sem ég skil ekki, hvernig getur 1 veikindadagur dregið mætingareinkunn niður í 75%??? sérstaklega þar sem tilkynnt veikindi eiga ekki að dragast frá mætingareinkunninni? ef ég hefði ekki séð þetta í frönsku áðan, væri ég í djúpum skít á fimmtudaginn!!! þá er nebblea skólaráðsfundur... :/ enn eitt stefnumótið mitt við hann guðna minn ;) can´t wait!!!
fór í leikfimi í dag... :-( *grát* það var nasty skítur sko!!! upphitun með hlaupum og skotbolta og svo stöðvaþjálfun!!! seriously!!! hélt ég myndi deyja eftir þennan klukkutíma minn þarna... but i´m still standing so i guess i´ll go again next week :)
en þá huxa ég að það sé kominn tími á smá lærdóm... hmm??? raggi er busy að setja neon í bílinn... i know, gay!!! en þetta þykir praktískt ef þú týnir einhverju í bílnum, og cool... ef við skildum skreppa á selfoss eða í needforspeed ;)
...out!
mígrenisdrals :(
fékk kast í gær og var enn lasin þegar ég vaknaði í morgun, so no school 4 this little bird 2day :( alltílæ sosum, en bara svo lítið búið, leiðinlegt að vera strax veik...
annars ekkert að frétta, litla frænka komin frá usa, gaf mér happy bunny dót og subbulegt nammi :) skemmti sér víst vel, hummer limmó og svona richpeople drasl öll jólin, er pínu abbó :P
mæli með að allir sjái alfie, með jude law, og druslunni sem hann var að trúlofast>:(
mín er brjáluð sko!!! en ég hef minn kall samt alltaf, so i can´t complain :)
en myndin er mjög skemmtileg sko!
ekkert planað fyrir helgina, vonandi kemur eikkað skemmtó uppá, búið að vera svo rólegt allt undanfarið... úfffff...
finnst ykkur síðan mín ekki flott? og gestabókin mar! cool stöff sko! voða gaman af þessu öllu saman. well i´m done...out!
new times, new look
vinnan byrjuð! líst bara vel á... komnir links loksins og svona :) gott mál!!!
good job, boo :* svo bara að klára þessa druslu!!! :D
annars bara skóli og hamingja, allt í góðu! ...out!
back 2 school, back 2 school...
you know how the rest goes :)
já... 18 einingar, kannski 21, á eftir að ákveða með söngleikinn sko ;)
en vesenið, vinkona!!!!! það fór allt í klessu á skrifstofunni hjá fg í jólfríinu, aðstoðarskólameistari farinn og fólk að skipta um stöður og skrifstofur o.þ.h.... og auðvitað bitna svona óvæntar breytingar á nemendum! ég fékk ekki gíróseðil, þannig ég borgaði ekki, þannig ég var ekki í skráð í skólann fyrr en á þriðjudagsmorgun!!! en á miðvikudag var ekki til stundarskrá handa mér :( ekki heldur á fimmtudag, þegar kennsla hófst!!! (ég gleymdist bara í hasarnum)
en ljósglæta í myrkrinu samt, ég fékk að búa til mína eigin töflu alveg sjálf :) það er cool sko, bara púsla þessu saman þannig allir dagar eru samfelldir og engin göt :D
fór með mömmu í smáralind í dag, hún ætlaði bara í ríkið að kaupa sér bjór, 1 kippu, en neeeeeeei...! since we are female that plan went wrong!!!! hún eyddi sko 10 þús í leðurjakka handa MÉR, 2 þús í brjósthaldara handa MÉR, og svo 2 rauðvínsflöskur handa sér... hehehe,
so now i have a BEAUTIFUL new jacket, that i have wanted for very long! i have the best mother in the world, ever, en auðvitað á hún líka bestu dóttur ever!!! ;p
what else? i don´t know... jú! það ríkir karlmannsleysi í fg þessa önnina :( gunni, palli og eyjó eru farnir/búnir þannig það erum bara við stelpurnar eftir og öll litlu strákabörnin eftir í öllum skólanum... og valli, en hann er með síðara hár og meira fashion sense en helmingurinn af okkur gells þannig hann er ekki talinn með !!! ;) híhí :p
minn elskulegi ástmaður/unnusti hefur enn á ný ákveðið að taka til starfa við að gera þetta að flottasta blogginu í bænum... vona að hann verði svo duglegur í vinnuni að hann hafi ekki tíma í mig :)
atli er byrjaður að skoða íbúðir, þar sem hann þarf að flytja sökum babyflow issues hjá honum og maríönnu... hehe, gott á hann! verður stórmerkilegt að fylgjast með þessum bjánum reyna við þetta fjölskyldulíf :) i wish u luck, my babies :*
hels að þetta sé it bara... hafið það bara gott, og munið að commenta :) ...out!
and a happy new year!
þá loksins get ég sest niður og skrifað aftur... jólin voru svakaleg, in a good way, engin boð reyndar, sem betur fer!!! skil ekki fólk sem finnur sig knúið til að fara úr náttfötunum, í eikkað "almennilegt", til að borða einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér!!! isss...
en já... þorláksmessa reddaðist svosum ágætlega bara, náði að finna svona auka með í gjöfina hans ragga og svona... fann klikkaðan bol í dogma, svona kúl en samt nörda ;)
aðfangadagur var baaaara yndislegur... sofa, hanga, taka á móti pökkum og svo bara í bað og beint til afa og ömmu í kalkún, mmmmmmmmm...
fékk fullt af alls kyns gjöfum, og var ánægð með allt sem ég fékk, no joke sko!!! raggi gaf mér úr, tösku og ilmvatn, mamma stígvél (svona skinn sem þú setur buxur oní) og peysu. svo voru bækur og geisladiskur o.fl.þ.h. auður gaf mér handgerðan lampa, by herself, mega flottan, blár pappa eikkað thing með engli og svo ljósið inní svona kósý..... æi, það er bara flott!!!
milli jóla og nýárs var tjill, feitt tjill... singstar party, oceans 12, matur, sofa, voða gott sko :)
svo átti sko að taka á því á gamlárs sko!!! húúúfff, það var farið í ríkið, fólki boðið í fordrykkkju f alvöru djammið til atla og ragga og allt var bara að ganga upp... matur heima, voða gott, skaupið, sem ég fílaði í tætlur sko... vel gert miðað við aldur og fyrri störf sko :)
raggi kom og náði svo í mig um hálf eitt og við brunuðum í gleðina í bólstaðarhlíðinni, ég opnaði bjór og settist svo að spjalla og tók þátt í eldhúspartýi og bara... gamangaman... var samt voða sybbin allan tímann og svo fékk ég hausverk, en var ekkert að kippa mér upp við það neitt, hef drukkið annað eins úr mér :) ég vildi samt ekki taka verkjalyf oní áfengið, það er ekkert sniðugt sko!!!
en svona um 3 var ég lögst inn í rúm alveg að deyja alveg bara. ógisslegt.
svo byrjaði ég að ÆLA, það var nasty sko, ældi og ældi!!! damn raggi sem hafði verið slappur í 2 daga fyrir gamlárs... >:(
sem betur fer fór fólkið að koma sér niðrí bæ um þetta leitiðþannig ég fékk smá frið með klósettskálinni, my new found best friend...
og greyið litli raggi var heima hjá mér að hugga mig og vera góður, koma með vatn og sprite svona... lofaði honum góðu djammi seinna til að bæta upp fyrir þetta allt saman... :)
svo bara nuthing... fór reyndar á incredibles líka, ógeðslega skemmtileg mynd!!! jei!!! samuel l. jackson sem grannur gaur, very weird... bur cool
svo fer ég og sæki stundarskrá á morgun :) jeiiii!!!!!!
læt ykkur vita hvernig það fer.... ...out!