reporting in...
jamm og já... hef ekkert bloggað einfaldlega vegna þess að það er ekkert markvert í gangi þessa dagana... er bara hardworking í skólanum, kíki svo á vín í kana og kók og svo heim að læra eða hangsa meðan raggi lærir... ekkert voða spennó sko ;)
en raggi er voða duglegur að æfa sig í max-inum sem er þrívíddarforrit og hann er massa klár!!! býr til ógisslea kalla sem ég er hrædd við og svona :p öll kvöld (næstum ;) ) er hann að þessu... verður bráðum kassalaga sjálfur af þessu tölvudóti... hehehe...
annars er mín bara að drepast úr pirringi, langar svo til útlanda, eina helgi í köben að ég er að deyja!!! viljiði styrkja mig? bara nokkrir 100 kellar hér og þar og ég er komin út :P PLÍÍÍÍÍS!!!! oh, það væri draumur... eða ef mamma myndi bjóða mér til phoenix í húsið hennar diddu... en nei, hún er að fara til rómar!!! >:( svindlari, i say!
fór í ammmæli á laugardaginn hjá nóra, hann hélt það á gauknum og þar var allt fljótandi í bjór og allir í pool... það var mjög gaman og margir mættir til að fagna með honum nóra litla... við stoppuðum samt bara til 2 í bænum, ég var massa sybbin og raggi líka, þannig við bara uppí taxa og beint heim! slappt...
annars snýst tilveran þessa dagana um völuspá, ritgerðir, sjálfsvíg og hnattvæðingu (FÉL203) og fleira í þessum dúr... þannig ég kannski ég fari að læra... :)
...out!