and a happy new year!
þá loksins get ég sest niður og skrifað aftur... jólin voru svakaleg, in a good way, engin boð reyndar, sem betur fer!!! skil ekki fólk sem finnur sig knúið til að fara úr náttfötunum, í eikkað "almennilegt", til að borða einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér!!! isss...
en já... þorláksmessa reddaðist svosum ágætlega bara, náði að finna svona auka með í gjöfina hans ragga og svona... fann klikkaðan bol í dogma, svona kúl en samt nörda ;)
aðfangadagur var baaaara yndislegur... sofa, hanga, taka á móti pökkum og svo bara í bað og beint til afa og ömmu í kalkún, mmmmmmmmm...
fékk fullt af alls kyns gjöfum, og var ánægð með allt sem ég fékk, no joke sko!!! raggi gaf mér úr, tösku og ilmvatn, mamma stígvél (svona skinn sem þú setur buxur oní) og peysu. svo voru bækur og geisladiskur o.fl.þ.h. auður gaf mér handgerðan lampa, by herself, mega flottan, blár pappa eikkað thing með engli og svo ljósið inní svona kósý..... æi, það er bara flott!!!
milli jóla og nýárs var tjill, feitt tjill... singstar party, oceans 12, matur, sofa, voða gott sko :)
svo átti sko að taka á því á gamlárs sko!!! húúúfff, það var farið í ríkið, fólki boðið í fordrykkkju f alvöru djammið til atla og ragga og allt var bara að ganga upp... matur heima, voða gott, skaupið, sem ég fílaði í tætlur sko... vel gert miðað við aldur og fyrri störf sko :)
raggi kom og náði svo í mig um hálf eitt og við brunuðum í gleðina í bólstaðarhlíðinni, ég opnaði bjór og settist svo að spjalla og tók þátt í eldhúspartýi og bara... gamangaman... var samt voða sybbin allan tímann og svo fékk ég hausverk, en var ekkert að kippa mér upp við það neitt, hef drukkið annað eins úr mér :) ég vildi samt ekki taka verkjalyf oní áfengið, það er ekkert sniðugt sko!!!
en svona um 3 var ég lögst inn í rúm alveg að deyja alveg bara. ógisslegt.
svo byrjaði ég að ÆLA, það var nasty sko, ældi og ældi!!! damn raggi sem hafði verið slappur í 2 daga fyrir gamlárs... >:(
sem betur fer fór fólkið að koma sér niðrí bæ um þetta leitiðþannig ég fékk smá frið með klósettskálinni, my new found best friend...
og greyið litli raggi var heima hjá mér að hugga mig og vera góður, koma með vatn og sprite svona... lofaði honum góðu djammi seinna til að bæta upp fyrir þetta allt saman... :)
svo bara nuthing... fór reyndar á incredibles líka, ógeðslega skemmtileg mynd!!! jei!!! samuel l. jackson sem grannur gaur, very weird... bur cool
svo fer ég og sæki stundarskrá á morgun :) jeiiii!!!!!!
læt ykkur vita hvernig það fer.... ...out!