<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8223703?origin\x3dhttp://skottalitla.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
bullið mitt
Skotta
mánudagur, mars 05, 2007
So... How do you like Iceland?
Þetta video er bara fyndið, og bloggið er líka alveg til þess að manni stökkvi bros, tjékk it :)

Annars bara, hæhæ :)

Fór út að borða með vinnunni á föstudaginn, það var mjög fínt, fór bara snemma heim.
Ætla að hitta Austó gells á föstudaginn, og ef að Eyjó man eftir því að hafa boðið mér, þá er ég örugglega að fara á Kaupþings árshátíðina, hehe...

Efnisorð:

 
mánudagur, febrúar 26, 2007
ZOMG!
Litli strákurinn minn er kominn með leikskólapláss! :) Ji minn....
Veit ekki hvenær hann fer inn, en ætli það sé ekki u.þ.b. mánuður í það bara... allamallaballa, ég er að drepast úr spenningi, og ég næ ekki í mömmu til að biðja hana um að kaupa leikskólaúlpu og svona handa Sigga Hrafni :þ
 
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Blahblahblah....
Jahá, ég á víst blogg, og þetta dramapróf er orðið þreytt. Sorrý ;)

Held það sé voða lítið að frétta eitthvað hjá mér...
Búin að vera voða low í febrúar, enda er febrúar "the monday of months", síðasta vika leið bara eins og einhver leiðinleg bíómynd, var ekki kveikt á mér alla vikuna, var bara þreyyt og utan vip mig og nennti engu :( og helgin var bara eins, fór reyndar upp í Hallgrímskirkju með Sigga á föstudaginn eftir vinnu. ÞAr var pizzapartý með gamla æskulýðsfélaginu :) Það var voða gaman að hitta alla og ræða málin og rifja upp gamla tíma og komast að því hvað allir eru að gera í dag. Mjög næs kvöldstund. Fór aðeins með mömmu í Smáralind á laugardeginum og fékk svo að sofa út á konudaginn.
Vaknaði svo mjög kát á mánudaginn, til í allt bara :) Mætti kl 7:30 í vinnuna og góða skapið hefur haldist og ég vona að það sé komið vor í hjartað mitt ;)

Öskudagsball í vinnunni í dag :) Allir í búningum, ég var Systa sjóræningi og vara bara nokkuð töff sko!



Siggi Hrafn fór til dagmömmunnar klæddur sem lögga, hann var bara mega kjút þessi bollurass!

Mamma er í USA, fór á sunnudaginn, og ég er með krossaða putta um að ég fái eitthvað fallegt þegar hún kemur heim, hehe.
Og 10. mars fer ég í klippingu!!! Í fyrsta skiptið sem ég fer á stofu í svona 5 ár!
Shit, það verður æði :) Siggi fær að fljóta með, hann er ekki enn búinn að fá jólaklippingu, greyið bítillinn minn.


Later peeps!
 
fimmtudagur, janúar 18, 2007



Þú ert hrá dramadrottning.





Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust
"rare",
"medium rare",
"medium"
og "well done"
værir þú vægast sagt hrá. Jafnvel svo léttsteikt að heyra mætti hamborgarann baula þegar gafflinum væri stungið í hann. Þú ert drottning dramadrottninganna, tilfinningarík en fylgispök.



Hráar dramadrottningar lifa í afneitun. Þær viðurkenna ekki að þær séu dramadrottningar og telja sig búa yfir stóískri ró. Þegar bóla birtist á nefi, könguló sleppur inn um svefnherbergisgluggann eða hárið lætur ekki að stjórn er drottningin ekki lengi að reka upp óp, stökkvað upp á stól eða grýta hárburstanum út um gluggann. Ekki er því ráðlegt að vera í nærveru dramadrottningar er hún tekur köstin sín nema réttur útbúnaður sé hafður við höndina, þ.e. hjálmur, eyrnatappar og súkkulaði (eina lyfið sem virkar þegar kemur að því að róa niður drottninguna). En þrátt fyrir allt eru hráar dramadrottningar vænstu skinn og þegar allt leikur í lyndi hjá þeim (aðeins þegar tungl er fullt) eru þær sérlega hressar og skemmtilegar.



Hversu mikil dramadrottning ert þú?
 
miðvikudagur, janúar 10, 2007
Sambandslaus
Yndislega barnið mitt er búið að drepa annan síma fyrir mér... Mér að kenna, hélt hann væri kominn yfir "naga allt og slefa á það" tímabilið, svo fór hann að taka tennur aftur, það er 4 á leiðinni núna (að minnsta kosti) og síminn minn er farinn!



Planið er að splæsa í símadruslu um leið og ég kemst í Kringluna... Sem er ekki að gerast fyrir mig.

Þangað til er það heimasíminn og gemsinn hans Ragga...
 
sunnudagur, desember 31, 2006

Elsku vinir, fjölskylda og kunningjar,

myspace

myspace



og takk fyrir allt gamalt og gott. Ég hlakka til að eyða 2007 með ykkur :)

Árið 2006 hefur bara verið mjg gott, við fluttum í sætu íbúðina okkar, sem við elskum alveg út af lífinu, hún er svo við ;)
Því miður erum við ekki dugleg að fá fólk í heimsókn, en ætlum alltaf að bæta úr því ;)

Við fíluðum Silvíu Nótt, og Lordi ;)

Ég fylgdist með lífsbaráttu Bryndísar Evu, litlu sætu snúllunnar. Í september kvaddi hún, sofandi í fangi pabba síns. Lítill engill.

Við Siggi Hrafn lékum í Mýrinni, en erum ekki búin að sjá hana. Mér skilst að við sjáumst bara ágætlega :D

Ég var dugleg að fara út að ganga með Sigga Hrafn í vagni, og leið bara vel það.

Kristín seldi Kaffi Vín, sem er frekar sorglegt, og við söknum hennar!
Siggi og Ásgeir tóku við, og þó að hlutirnir hafi litið mjög illa út á tímabili er allt að koma hjá þeim og staffinu ;)

Sumarið var skemmtilegt, veðrið var það ekki! En við létum það ekki á okkur fá og höfðum það gott og brölluðum ýmislegt. Ég kíkti meira að segja svolítið á djammið og það var bara æði.

Mardís og Matt giftu sig, svo fallegt brúðkaup, veislan bara partý! :D

Í ágúst fór ég til Danmerkur og eyddi verslunarmannahelginni í Köben með Auði og Maríönnu. Bara gaman!!!

Siggi varð eins árs. Það er magnað og ég er alltaf að undrast á fegurð barnsins.
Héldum upp á afmælið hans fyrir bumburnar, ótrúlega skemmtilegt :)

Svo byrjaði ég að vinna á Grænuborg, oh ó bojj!!! Aldrei hefði mig grunað að það væri svona mikið fyrir mig! Ég er loksins í vinnu sem ég fíla í ræmur :) Og það breytir sko geðveikt miklu!

Stóra Kaffi Vín reunionið 11. nóv., snilldar partý!!!

Svo var vinnudjamm núna í des, og jólahlaðborð og jólaundirbúningur.

Raggi átti afmæli í gær, við fórum í veislu hjá Ragga familíu og svo í bíó, á Children of Men. Hún er rosalega góð!!!



Jæja, við á Vífilgötunni kveðjum árið í sátt, vona að þið gerið það líka :)



Sjáumst vonandi í partýum í kvöld, ef ekki þá góða skemmtun, hvað sem þið gerið!
 
laugardagur, desember 23, 2006
Ég nenni ekki að senda ykkur sms, e-mail eða kommenta á bloggin ykkar eða Myspace...
Christmas Myspace Comments
Christmas Myspace Graphics



Gleðilega hátíð, elsku vinir!

Vona að þið hafið öll haft það frábært í gær og að gleðin haldi bara áfram :)
Takk fyrir allt það gamla og góða, sé vonandi sem flest ykkar fyrir áramót eða á gamlárskvöld. Lifið heil!

Jólakossar til ykkar og ykkar,
Brynja, Raggi og Siggi Hrafn
 


Gestabókin

Myndaalbúmið

Aðrir bloggarar

Smáfólkið

Myndaalbúm

Ég skoða

Gamla dótið

09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
12/01/2005 - 01/01/2006
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
04/01/2006 - 05/01/2006
07/01/2006 - 08/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
01/01/2007 - 02/01/2007
02/01/2007 - 03/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007