Sambandslaus
Yndislega barnið mitt er búið að drepa annan síma fyrir mér... Mér að kenna, hélt hann væri kominn yfir "naga allt og slefa á það" tímabilið, svo fór hann að taka tennur aftur, það er 4 á leiðinni núna (að minnsta kosti) og síminn minn er farinn!
Planið er að splæsa í símadruslu um leið og ég kemst í Kringluna... Sem er ekki að gerast fyrir mig.
Þangað til er það heimasíminn og gemsinn hans Ragga...