Ok, það er komið...
Ég get loksins tjáð mig um laugardagskvöldið, ég man eftir öllu núna... Eða búin að leita að öllu sem vantaði úr frásögnum vina minna ;)
En það var alveg ótrúlega gaman, smá tæknilegir erfiðleikar í byrjun en svo rúllaði partýið af stað og allt var í góðu :D
ÞAð mætti fullt af liði, reyndar færri á kana- og skákmótin en what the hell...
Í partýinu var slide showið aðal hit-ið held ég bara, fyrir utan búningauppboðið, þar sem gnúsi var klæddur í alltof lítinn french maid búning! haha!!!
Móbus rúllaði upp limbóinu, og Ingi myndasamkeppninni, en hann missti af verðlaununum af því að hann sá sér ekki fært að mæta, greyið :(
Það var mikil stemning fyrir lukkuhjólinu, þar var hægt að vinna allt frá eplasnafsi eða ógeðsskoti upp í 5l bjórkúta!!! Og það var sko snúið!!! Og snúið og.... Kortafærslurnar mínar síðan á laugardaginn eru margar... Og ég mundi ekki mikið þegar ég knúsaði klósettskálina mína á sunnudagsmorgun ;)
Myndir seinna, er að elda