Raggi er kominn heim!!!
Ú je!!! Kjellinn kom heim í nótt, mikið rosalega var gott að sjá hann! Við erum alveg búin að ákveða að næst förum við saman út, ekki í sitthvoru lagi :)
Hann kom með fullt af nammi, ilmvatn handa mér, og MP3 spilara :) sem er bleikur og ógeð dúllulegur!!! Núna verður fjör hjá mér í gönguferðum :)
Svo keypti hann dót handa Sigga, sem Siggi Hrafn verður öruggleg adauðhræddur við... Það er svona Tigger sem hoppar og skoppar (að sjálfsögðu) og syngur líka, mæ ó mæ!
Annars var helgin mín án Ragga bara ágæt, fór og datt í það með Atla, Eyjó, Ölmu og Snorra á föstudaginn, ég er bara svo léleg að djamma að mig langaði heim um leið og við komum á Laugaveginn, og dró Atla með mér á Devito's og svo heim að borða pizzu :P
Á laugardeginum, þegar ég vaknaði alein og yfirgefin! Var ég eitthvað að stússast inni í eldhúsi, taka til eftir fyllibytturnar og svona, þegar ég heyrði SUÐ!!! og það var HUGEASS fokking geitungur í glugganum!!! HA? Það er október og búið að vera frost og læti! ÉG er svo mikil hetja að ég spreyjaði kvikindið bara og setti glas yfir, geggjað stolt yfir fyrsta geitungadrápinu mínu ;)
5 mín seinna var annað svona kvikindi mætt, í sama glugga! OJBARA! Spreyjaði það helvíti líka og setti undir sama glas og bróður sinn. Þeir eru enn í glugganum til sönnunar um hetjudáðir mínar :D Og ég er búin að loka öllum gluggum aftur ;) þangað til það fer að snjóa að minnsta kosti :)
Fór svo til mömmu seinna á laugardeginum, og var þar í góðu yfirlæti þangað til sunnudagskvöld, þá náði Atli minn í mig og við fórum á kaffihús, sem var frekar erfitt af því að allt var fullt alls staðar!!!
Sjitt, hvað það er annars orðið kalt, brrrr, það sökkar svo feitt að vakna í svona kulda, ég er greinilega ekki vetrarmanneskja. Finnst myrkrið í lagi, nema kl 7 á morgnanna, það er kósí á kvöldin. En damn hvað það er kalt!!!
Svo vil ég benda á
"Jól í skókassa" eins og hún Berglind. Við á þessu heimili verðum pottþétt með, þetta er bara falleg og hugsun og fínt að komast í rétta jólagírinn svona :) Allir með 1-2-3 :)