öpdeit
Búin að taka til í tenglalistunum mínum, þið sem bloggið ekki eruð dottin út!
Aðrir bloggarar komnir inn í staðinn, kannski hef ég gleymt einhverjum...
Nýtt barn í flokknum Smáfólk, það er hann Júlli Jóh, sonur Bjargar úr Austó :)
Annars er ég bara heima með lasinn strák :( Siggi Hrafn er með eyrnabólgu í hægra eyra og augnsýkingu í báðum augum!
Hann er nokkuð hress en svaf illa í nótt þannig að hann fékk að vera heima með mömmslu :P
Soldið súrt að vera heima, alveg hress og komast ekkert út í svona gott veður :/
Síminn minn er enn bilaður, eða allavega ennþá á verkstæði... Þannig að það bauð mér enginn í klikkað partý um helgina *hósthóst*
Raggi er að fara til UK í október, 19. til að vera nákvæm. Og ekki til að nördast eða djamma, heldur til að skoða skóla sem hann hefur áhuga á.
Ef honum lýst á erum við að flytja til Bretlands (ef hann nær inn, sem er allt útlit fyrir), en ekki fyrr en eftir svona 2 ár...
I know, geðveikt langtíma plan, en svona er þetta þegar maður er skuldbundinn af svona mörgu :)
Mig hlakkar allavega geggjað til ef þetta er töff skóli :D
Siggi Hrafn augngröftureyrnabólgus er vaknaður, later!
...out!