Eitt ár í móðurhlutverki!!!
Á morgun kl 14:32, verða komnir 12 mánuðir frá því að Sigurður Hrafn leit dagsins ljós í fyrsta skipti. Mér finnst það magnað!
Ég man varla eftir þessu litla kríli, hann er orðinn svo stór!
Ég verð að vinna á morgun, í nýju frábæru vinnunni minni :D En ég get vaknað með stráknum mínum og komið honum í pössun, og svo gerum við eitthvað hrillilega kósí og væmið þegar ég er búin að vinna :)
Úff, já... 1 árs, alveg hreint ótrúlegt
Siggi Hrafn á Sigur Rósar tónleikum á Miklatúni
Ok, farin að hvíla mig, vinna í fyrramálið, og mín er frekar þreytt eftir fyrstu 2 dagana ;) It's no walk in the park working with many, many screaming kids all day ;)
En það er samt æði, bara svo það sé á hreinu :)
Kjósiði Magna fyrir mig, ég meika ekki að horfa núna. ZzzZzzzzZZzzzZ...