Löngu tímabær færsla :)
Jájá... Ég er í alvörunni ekki hætt að blogga :p Tók bara smá pásu!
Highlights... partý hjá Sigga og Berglindi, gæsun Mardísar, brúðkaup Mardísar, fór á DaVinci Code, X-men 3 og The Break-up, Siggi er æði, Raggi líka :)
Ég er að fara til Köben 2.-7. ágúst!!! Og byrja að vinna á Grænuborg 14. ágúst :) Lyfjatæknin verður að bíða í a.m.k. ár í viðbót úr því að ég komst ekki inn núna :s
Raggi er í fríi núna, verður út næstu viku, svo verður hann með Sigga á meðan ég fer til Köben að tjilla, mjög verðskuldug afslöppunarferð með Auði og Maríönnu....
Við ætlum að gista hjá Jóni Dúdda frænda, fara í Tívolí, skoða Litlu hafmeyjuna, kannski fara í dýragarðinn, sötra bjór og versla :D Mmmmmm...
Er hálffúl út af veðrinu sem er búið að vera í "sumar", alltof blautt og kalt, vil hafa sól og gott veður svo við Siggi getum verið úti! Í staðinn kúldrumst við inni mest allan daginn og tökum ekki einu sinni til almennilega :p
En sólardagana nýtum við vel, erum úti allan daginn þegar hægt er.
Síðan hans Sigga er óvirk, eigum ekki kreditkort til að borga af henni, það reddast vonandi sem fyrst bara :)
Skal vera duglegri núna ;) Þegar það er eitthvað að gerast loksins!
Skal setja inn nokkrar myndir, frá gæsun og brúðkaupi, og eina af Sigga :)