Bronzgyðja
Ég er ógeðslega mikið brún af því ég er búin að vera úti í sólinni í 3 daga!
Það er kúl, vera með far eftir bolinn og svona :)
Ég er ótrúlega sæt þegar ég næ mér í brúnku sko.
Fórum á Þingvelli, Gullfoss og Geysi í fyrradag, með einn af WoW útlendingunum, það var bara geeeeðveikt, þvílíkur hiti og sólin alveg að glenna sig :)
Maður gleymir of fljótt hvað Ísland er fallegt, ég var mjög hissa yfir öllum litunum sem ég sá út um allt....
Síðustu helgi var WoW partý hérna heima, þvílíkt rugl, endalaus drykkja og bull, mjög mikið fjör samt :)
Annað brúðkaup á eftir, systir Ragga loksins að klára dæmið ;) eftir 9 ára trúlofun eða eitthvað! :o
Erum að búast við mikilli veislu, og það verður crazy stuð, án efa.
Er búin að taka mikið af myndum undanfarið, ætla að koma þeim á netið við tækifæri, ekki í dag samt :p
Hafið það gott um helgina