FOKK JE!
Oh, það var bara alveg ótrúlega gaman laugardaginn!!!
Litaði á mér hárið, fór að X-bumbu hitting með börnum í þetta sinn, og svo var sko PARTÝ!!! á Kaffi Vín!
Þar var bjórinn á 350 kr. (eins og fyrir 8 árum þegar Kristín opnaði Vín), og það var líka skotrúlletta, sem er mesta snilld (eða það hættulegasta) sem til er! Virkaði þannig að maður borgaði 200 kall, dró spil, og fékk síðan skot úr flöskunni sem var nr. það sama og spilið... Og það var allskyns sull í boði, CORKY'S stendur alltaf fyrir sínu með fríkíass brögðum, bubblegum, toffee, choco mint, cherry... Svo voru aðeins hefðbundnari skot, eplasnafs, eldur/ís, úrsavodki og bara já...
Ég var pínu dugleg í skotunum, gaman að fara saman og fá bara eitthvað surprise :D
Þannig að ég varð F.U.B.A.R.!!! (Fucked.Up.Beyond.All.Recognition.) En meikaði kvöldið samt, og skemmti mér konunglega, komst heim... kl 8 í morgunn... og drakk 1/2 l af vatni, tók verkjatöflu og fór að sofa :) Og vaknaði kl 12!!! og er ekkert þunn, meira bara eftir mig...
Við gáfum Kristínu gjöf, gjafabréf í SPA-meðferð og gjafabréf í Smáralindina, vorum mörg saman að gefa þannig að þetta voru rausnarleg bréf :)
Hún var svo hrærð yfir gjöfinu og textanum sem var saminn fyrir hana að hún var hálfskælandi ;p Og svo seinna hélt Ingi ræðu, voða sæta, og Kristín þakkaði okkur fyrir öll árin :)
Ég og Kaffi Vín áttum sko 6 ára afmæli núna í byrjun apríl, skrítið að kannski sé það bara að gjörbreytast, ég vona samt að þessir sem keyptu haldi þessu eins, bara lagi það sem má alveg laga... skiluru?
Það komu bara allir á laugardaginn! svona eiginlega... Líka þeir sem áttu að vera að læra ;) Og það var fjör að hittast svona mörg aftur, og djamma eins og í den :)
Það var limbó og alles!
Það var mikið um kreisíness, ég held að ég hafi byrjað með Eyjó og Einari Óla, og ég tók endalaust af myndum, og er með sogblett á efri vörinni eftir að kyssa vin minn HÆ!, þá saug hann svona rosalega (samt bara í kannski sekúndu) að ég er blá!!! um munninn!!!
Fórum á Hressó, dönsuðum, gaman, íhuguðum makaskipti og bulluðum meira... Svo var bara Lækjartorgið sem tók við, heví gaman að hanga þar til næstum því 8! Er maður bilaður eða hvað???
Tókum Gullu með okkur heim, eiginlega óvart bara, hún og Raggi fengu sér Kaftein og spiluðu og horfðu á Charlie & the chocolate factiry á meðan ég svaf á mínu græna inni í rúmi... hehe, byttur þar á ferð!
Raggi var næstum búinn að gefa upp öndina af þynnku, en það bjargaðist :)
Er að setja myndirnar á netið, til að sýna madnessið sem var Kaffi Vín á laugardaginn!!! (þema kvöldsins var HOT!)
Flottar brókarmyndir og þess háttar á
myndasíðunni minni