Flutt, og til í blogg (loksins)
Á ég þá að segja ykkur frá nýju íbúðinni?
OK, hún er flott... Okkur líður alveg ótrúlega vel hérna, allt svo rólegt í kringum okkur, stutt að fara eiginlega bara hvert sem er...
Held að við verðum góðar miðbæjarrottur :)
Þessi íbúð er mun betri en þessi í Hlíðunum, miklu bjartari og opnari, meira gamaa að stússast í eldhúsinu núna, get spjallað við strákana mína á meðan :)
Sigurður er alsæll með eigið herbergi, og við með okkar :)
Við erum aaaaalveg að klára að koma okkur fyrir, það er loksins allt komið upp úr kössum sem á ekki að vera í kössum, búið að henda þessum tómu og núna erum við svona að ganga frá :) Í næstu viku verður skipt um blöndunartæki í sturtunni, ekkert að þeim en við fílum þau sem eru fyrir bara ekki nógu vel... Eigum eftir að fá eldhús/borðstofuborð og tölvuborð fyrir Ragga minn, og eitthvað undir nýja sjónvarpið, 42 tommu plasmi sem Raggi fékk að kaupa af því að hann var á súpermonkeydíl :D
Svo erum við Sigurður Hrafn aftur byrjuð að fara í göngur á hverjum degi, og ekki stutta túra skal ég segja ykkur! Alla leið í Skeifuna, og niður í bæ, og svo bara í langar ferðir um hverfið og Þingholtin og Hlíðarnar :)
Við tökum lika lýsi á hverjum morgni, ég eina matskeið, Sigurður eina teskeið :) Raggi er ekki enn kominn í þá menningu...
Ég er líka farin að borða hafragraut á morgnanna, eftir að Sigurður fær sinn mat.
Finn þvílíkan mun á mér eftir bara viku af þessu!!!
Já, ég er búin að bralla mikið undanfarið, hef haft nóg að gera, og haft gaman að... Ég er líka búin að vera smá slöpp, en það entist ekki lengi, sem betur fer :)
Raggi bauð mér út að borða á Argentínu í gær, þvílíkt góður matur! Mmmm, lambakjötið sem ég fékk meér var mjúkt og gott, og 300 gr.piparsteikin hans Ragga var bara góð líka, þó ég sé hvorki mikið fyrir naut né pipar :p
Fékk mér heita súkkulaðiköku í desert, sem er mjúk að innan, og NAMMI! Raggi fékk sér 3 teg af sorbet, og það var ógeðslega gott, sérstaklega mangóið, mmmmm...
Í kvöld er IDOL, vona að Snorri, Sara og Bríet verði í bottom 3, þau eru síst, finnst mér... Ég er að verða svakalega hrifin af Ínu litlu og Alexander... Sjáum til hvað verður :) Nenni varla að horfa samt :s Ekki mikið ædol fan, þannig séð...
Hlakka til þegar Raggi kemur heim, þá tekur við róleg fjölskylduhelgi, það verður gott að dúllast saman 3 :)
Seinna :)
...out!