... gone wild!
Loksins get ég bloggað!
Ætla bara að segja ykkur hvað það var ógeðslega gaman síðustu helgi!
Mardís og Matt eru á Íslandi núna, og á fös fór ég á Vín að hitta þau og Austó-stelpur sem komust... Þða var stuð hjá okkur, það er alltaf svo gaman að hitta þau!
Var ekki lengi þá, en hitti samt á Vín líka Ástbjörgu og Guðrúnu og svo voru einhverjir strákar þar að detta íða og svona ;)
Á laugardaginn fórum við í mat til pabba, þar var Dagur bróðir og hún Olga amma, með nýja kærastan sinn, hann Ib :) Amma er áttræð og Ib 81 árs :p OOOG! þau kynntust á netinu!!!
Finnst það bara æðislegt!
Amma þurfti sko að koma frá Danmörku með kjellinn til að sýna honum jólaljósin og svona, og hún vildi sjá þau einu sinni enn áður en hún deyr... sem ég held að sé ekkert að fara gerast, þetta er hraustasta 80 ára kelling sem ég veit um :)
Það var voða gaman, Ib þusaði samt mest um hvað Íslendingar séu klikkaðir og eyðslusamir.. Ekki að fatta að rafmagn og vatn hér er allavega 13x ódýrara hér en í Danörku...
Fengum hangikjöt og meððí hjá pabba... *namminamm* Verst hvað maður þornar upp af því að borða svona reyktan mat :/
Eftir matinn fór ég svo heim með strákana mína og kom Sigurði í háttinn, það gekk ekkert of vel, hann finnur alltaf þegar ég er óþolinmóð...
Ég var nefnilega að drífa mig til Siggu og Árna, þar átti að vera fyrirdjammsdrykkja :)
Ég komst þó áður en allir vildu fara, og það var mikið spjallað og hlegið, svaka fjör hjá okkur aftur... Og Matt var alveg að fíla okkur held ég, þó að við værum fátækar af strákum þetta kvöld ;)
Og svo fór ég með Berglindi, Mardísi og Matt á Glaumbar, hittum þar vini Mardísar og dönsuðum mikið... Ég hef ekki skemmt mér í bænum í laaaangan tíma, var hætt að fara þangað nokkuð áður en ég varð ólétt sko...
En á laugardaginn var gaman, og ég skreið heim um 5, með Einar Óla í eftirdragi... aftur... ;)
Svo er þessi vika bara búin að vera þrusugóð líka :)
Ég er samt alveg ótrúlega löt við að undirbúa þessi blessuðu jól... Nenni ekki að þrífa allt hátt og lágt, er bara að þrífa svona á meðan ég skreyti :þ
Og ég er ekki búin að kaupa jólagjafir sem þarf að kaupa, er bara fegin að við búum til svona margar gjafir sko :)
Hlusta bara mikið á jólalög...
Hápunktur þessarar viku var án efa þegar ég komst alveg í LEVI'S buxurnar mínar :)
Ég er sko löngu farin að passa í teinóttu buxurnar mínar, og þær fara mér betur núna en áður en ég varð ófrísk, lærin mín eru nefnilega gennri núna :)
En ég er alltaf að bíða eftir að mjaðmagrindin mjakist betur saman :/ hef ekki getað hneppt gallabuxunum síðan þær komust yfir rassinn... fyrr en í fyrradag :)
hamingja og gleði! :)
Núna þarf bara að finna upp aðferð sem VIRKAR til að losna við slöppu húðina á maganum og þá er ég orðin meira fit en fyrir svona ári!!!
Þökk sé endalausum gönguferðum og magaæfingum sem ég stunda með syni mínum, og við höfum bæði mjög gaman af þeim :)
Ég er blessunarlega laus við það að eiga vigt, og hef ekki hugmynd um hvað ég er þung... Hugsa að ég athugi það ekki fyrr en ég fer í ræktina (í febrúar í fyrsta lagi) eða bara 16. ágúst 2006, þá er sagt að maður eigi að fara að telja aukakílóin aftur eftir barnsburð...
Stelpur... og Árni og Matt... ég kemst ekki á morgun að DJAMMA með ykkur... Mömmu var boðið í partý og ég sagði henni bara að fara :/ Við djömmum hvort eðer aftur áður en Mardís fer, right?
Kannski þegar Berglind er búin í prófum og svona ;)
Ég held að Sigurður Hrafn fari bráðum að vakna... Og þá ætlum við út að labba í frostinu sem er víst... *brrrr*
Gaman að þessu krakkar mínir
...out!