Bara 5 dagar!
Oh mæ...
Eins gott að allt er að verða klárt hér hjá okkur! En samt er nóg að gera í vikunni! Klára seinustu pakkana, setja seinustu kortin í póst og fara í útskriftarveislu og afmæli, og lita á mér hárið!!!
En ég hugsa að það reddist ein sog allt annað ;)
Ég er samt hætt að fara í Kringluna nema fyrir hádegi... bara sick að sjá allt liðið þar, svo eru endalaus jólaböll og bóka og cd áritnir... úff...
Við áttum fyrstu jólamomentin okkar sem fjölskylda um helgina... Fórum 3 saman og keyptum jólatré :) Alvöru lítið og mjög flott Charlie Brown jólatré :) með greinum...
Og í gær skreytti ég það, Siggi sat og horfði á og lék sér, Raggi hjálpaði með seríuna... Ég hlustaði á jólalög og söng, og var alveg hrikalega hamingjusöm :D
Og er enn, þrátt fyrir alveg hrikalega Kringluferð, með vagn og alles... :/
Komið að afslöppun og svona... skúra kannski... kannski...
...out!