<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8223703?origin\x3dhttp://skottalitla.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
bullið mitt
Skotta
miðvikudagur, desember 07, 2005
Afmæli, skírn og stelpupartý
Er kominn tíma á að skrifa eitthvað hérna? Hætta með endalaus próf og vesen...? ok...

Ég átti s.s. afmæli 30. nóv, og vil hér með þakka ykkur fyrir símhringingar, sms og kveðjur á netinu :)
Í afmælisgjöf fékk ég áðurnefnda myndavél og minniskubb í hana, og náttborð og eyrnalokka, hannaða af Höllu Kristínu :) mjög flotta :)
Við Raggi settum Sigurð í pössun og fórum út að borða á Hornið, sem er uppáhaldsuppáhalds okkar, fórum svo og keyptum gamecard í WoW, og fórum að spila þegar litla var farinn að sofa :p

Eftir afmælið tók við enn meiri undirbúningur og stress vegna skírnarveislunnar, en það gekk allt vel, við Sigurður fórum í Smáralindina á fös og gerðum allt sem Raggi þurfti ekki að vera með í, og fórum í Systrabúðina :D
Oh my, ef það opnar flott H&M búð á Íslandi þarf ég aldrei aftur að fara til útlanda :) Nema til að sleikja sól einhvers staðar ;p
Á laugardaginn tók Kringlan við, keyptum skyrtu og skó á kjellinn og svo heim að baka :) Raggi sko, ég baka ekki :) Ég sá um að setja kremið á kökurnar...

Skírnardagurinn var mjög flottur, ég er alveg himinlifandi yfir því hvað allt gekk vel og var flott, og Sigurður var svo rólegur og góður yfir þessu öllu saman, algjört æði :)
Vorum samt ekkert smá þreytt eftir daginn! Við buðum Atla með okkur heim, til að borða kökur og horfa á Harry Potter... Ég sofnaði með Sigurði bara um hálf 10, og Raggi rotaðist á sófanum þegar klst var eftir af HP ;p Greyið Atli kláraði bara að horfa, reyndi svo að fá Ragga til að fara upp í rúm (hann var enn í jakkafötunum), og fór svo heim... Raggi vaknaði kl 6 um morguninn á sófanum alveg þvílíkt ringlaður!

Á mánudaginn var svo "frænku"boð hérna heima, og þá komu Austó-gellz í heimsókn og fengu kökur, gos og osta og snakk og nammi :) Voða gott hjá okkur, gaman að kjafta bara, svo var dáðst að skírnargjöfunum og náttlea skírnarbarninu ;)
Stelpurnar gáfu Sigurði Bangsímon-hnífapör og skip til að fara með í bað :) Verður örugglega mjög vinsælt...

Í gær var svo líka hálfgert stelpupartý, bara á Kaffi Vín, ég, Auður, Gyða og Bergný fórum og sátum þar lengi, lengi og höfðum gaman :) Gaman að fá GYðu út, kúlulausa og barnslausa :) Og ótrúlegt en satt var talað minnst um börn og barneignir, vorum bara í kjaftagírnum og það var æði :D
Finnst svo gaman að vera "bara" stelpa stundum og það er farið að gerast oftar og oftar... Það er nú samt best að vera MAMMA!!! :D Ég er líka bara fjandi góð í því, á líka svo góðan strák :)

Í dag var svo gert 4ja tilboðið í íbúðina, veit ekki hversu hátt, og á eftir að vita hvort Ragnar eldri minu taka því... Vona það, þá er þetta bara búið og við förum bara að leita okkur að íbúð :) Ótrúlega spennó..


Hvað ætli komi í staðinn fyrir ANTM á S1 í kvöld... Must find out...

Svo er helst í fréttum að Ingi Björn er kominn heim frá Danmörku, hann kom og hitti okkur Sigurð í Smáralind á fös, þá nýlentur og fínn :) Og það var alveg ótrúlega gaman að sjá strákinn... Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði saknað hans :s hehe...

Meira hef ég ekki að segja frá, það eru bara jólapælingar í gangi, og ekkert gáfulegt sem ég get skrifað hérna ;)
Er búin að sætta mig við að jólin séu að koma, og byrjuð að skreyta og huga að jólagjöfum sem er ekki LÖÖÖÖÖÖNGU búið að ákveða!
Langar soldið í jólaklippinu og litun, hugsa að ég hafi samt ekki efni á því á næsti vikum... Fæ kannski Auði til að laga mig aðeins fyrir jól bara.

Þetta er orðið gott!

...out!
 


Gestabókin

Myndaalbúmið

Aðrir bloggarar

Smáfólkið

Myndaalbúm

Ég skoða

Gamla dótið

09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
12/01/2005 - 01/01/2006
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
04/01/2006 - 05/01/2006
07/01/2006 - 08/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
01/01/2007 - 02/01/2007
02/01/2007 - 03/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007