Possessing a rare combination of wisdom and humility, while serenely dominating your environment you selflessly use your powers to care for others.
Even the smallest person can change the course of the future.Jahá... Segið mér hvað þið eruð!!!
Enn ein helgin búin, hún var ágæt svo sem :)
Fösd.kv. byrjaði á því að við breyttum út af IDOL-partý vananum og fórum ekki í garðabæinn heldur í kjötsúpu (nammigott) til tengdó, og gláptum á IDOLið þar...
og IDOL á 42" skjá er ROKK!!! :) (ef ykkur langar í solis þá er SVARtækni í Síðumúlanum með monster græjur ;þ )
Eftir gott kvöld hjá tengdó ákvað ég, í skítagallanum, að fara í innflutningspartý hjá Bergnýju og Arnóri... Þau eru flutt á Laugaveginn í voða flotta íbúð, til hamingju með það, fallega fólk :D
Ég stoppaði nú ekki lengi í þessu líka hoppandi fjöruga partýi, en það var mjög gaman að svona hitta krakkana, skúðra, fíflast og hlæja þennan klukkutíma sem ég náði :)
En ég skal sko segja ykkur mjög óskemmtilegt!!! Þegar ég var að fara heim til manns og barns, þá eru PUMA!!! skórnir mínir horfnir!!! Já! Einhver ógeðslega ómerkilegur einstaklingur ákvað að taka bara hér um bil nýju skóna mína :'( Oj, hvað ég var sár... En maður grætur ekki jafn ómerkilega hluti og skó, ekki þegar maður er jafn hamingjusamur og ég :D með mína litlu yndislegu familíu og svona... þannig ég sagði þeim Bergnýju og Nóra að hafa ekki áhyggjur af þessu, og tölti heim á skóm af Bergnýju :)
Mikið er maður orðinn þroskaður og svona, eftir að það er komið barn í spilið...
Laugardagurinn var tekinn snemma, vorum samt öll á náttfötunum (brókinni) til hádegis :) Þá fórum við að undirbúa okkur fyrir Hús og Híbýla sýninguna í NÝJU Laugardalshöllinni, sem er cool...
Raggi var að fara að vinna í SVAR básnum, og við Sigurður fórum með mömmu minni (ömmu) að skoða... Og þar var margt fallegt að sjá, skoðuðum mikið, en persónulega fannst mér kaffikannan sem HALLA KRISTÍN hannaði (ásamt öðrum, but they don´t count) skara fram úr, og í framtíðinni óska ég eftir svona kút í mín kaffiboð ;þ ógjó töff tæki sko :)
Svo fórum við í Smáralind að leita að BARBAPABBA snuðum, en funsum ekki... eiga samt að vera til... frá MAM... en never mind that... ;þ
Mamma eldaði hrygg fyrir mig og sig, það var gott og svo keyrði hún okkur Sigga heim að lúra okkur...
Sunnudagur var skemmtilegur líka, labbaði niður í bæ til að hitta Auði á Pizza 67, þar sem hún vinnur part-time... Fórum svo í heimsókn heim til hennar, til að leyfa Ingu og Magna Þór að sjá litla stubb (sem er ekkert lítill)...
Og í gær eldaði ég fisk :) og sauð kartöflur :) mmm, það var bara ágætt, og geri ég það pottþétt aftur :)
Á morgun er mamma að fara með "heimsborga"klúbbnum til Boston, og hefur hún fengið það hlutverk að vera my personal shopper :) og vonast ég eftir nýjum PUMA skóm, og VS-brjóstahaldara (Victoria's Secret to you n00bs) ;þ Og kannski einhverju litlu somethingsomething... Og slatta af dóti fyrir litla strákinn minn, og kannski eitthvað flott fyrir stóra líka :) *kisskiss* mamma :)
Fyrsti í aðventu á sunnudaginn, get ekki beðið eftir að taka fram aðventukrans og rautt drasl til að byrja að skreyta, bara ponkulítið :) Oh, ég er eins og lítil stelpa bara :)
Er búin að plana allar gjafir, nema ragga... Og er nokkuð hress með stöðu mála :)
Er að fara á "sérstaka FM95,7-forsýningu" á TYPPATALi annað kvöld... Fékk boðsmiða vegna þess að ég er í FM+ klúbbnum og vann :) JEI! Er búin að bjóða Bergnýju með mér, og hlakka ýkt til :)
Fyrir þá sem ekki vita er þetta einleikur, og Auddi (Strákarnir) leikur/talar... whatever... og Siggi Sigurjóns leikstýrir...
Þetta er svona gamangaman, held samt inspired af PÍKUSÖGUM, sem er ekki bara gamangaman, en Auddi er náttlea svo skemmtó, ekki eins skemmtó og Pétur Jóhann, sem ég eeeeelska, en samt skemmtó :)
Læt ykkur vita hvort þetta sé eins gaman og ég er að búast við, eða bara alltílæ...
Ætla ekki að taka meira af tíma ykkar, finnst þessi póstur orðinn of langur...
...out!