Allt að gerast!
Núna erum við á fulla að plana skírnina hjá Sigurði, og gengur það bara ágætlega.
Við erum búin að bjóða þeim sem á að bjóða, og panta skírnartertu, mjög flotta!!!
Svo er búið að telja kaffibolla og kökudiska, gaffla og stóla. Allt er að skríða saman og gengur vel.
Við erum búin að ákveða veitingar nokkurn veginn, og hver á að koma með það :)
Þetta verður voða sætt, lítið boð og bara nánustu er boðið... you know who you are people ;)
Ég er eiginlega búin að ákveða í hverju ég ætla að vera, Sigurður líka. Og pabbinn verður í jakkafötum, svaka smart...
Þannig núna er bara að kaupa kerti, gos og þess háttar, baka og skreyta. Svo verður liðinu skellt í bað :)
Spennó :þ
Svo þegar það er búið, þá mega jólin koma, og þá get ég skreytt og keypt gjafir og sent út jólakort... *andvarp* Og baða liðið aftur ;P
Mamma er komin frá Boston, skemmti sér vel, en verslaði alveg skammmarlega lítið... þ.e. miðað við Íslending í BNA :) Kom heim með BARA 17 kg í EINNI tösku... ekki alveg að gera sig, sko... Hún er ekki týpan í að hlaupa um verslunarmiðstöðvar og stórverslanir í heila viku, er svo tjilluð stelpan :)
En hún verslaði samt margt flott og margar jólagjafir... Kláraði stóran hluta barnaskarans þarna úti...
Og Sigurður fékk NIKE-skó, ekkert smá töff, 2 samfestinga og samfellu... Rest fer í jólapakka :)
Ég fékk PUMA-skó :) Og VS brjóstahaldara og tvennar nærbuxur :)
Takk aftur mamma/amma... *kisskiss*
Ég verð 21 árs eftir 24 klst :) og er búin að fá gjöf frá Ragga :)
Hann gaf mér ótrúlega flott stafræna myndavél :) frá Panasonic með Leica linsu :)
Þannig nú fara að hrannast inn myndir sem eru ekki teknar á djammvélina hans Ragga, sem er náttlea orðin rúmlega 2ja ára og out of date...
Svo er 3ja mán skoðun hjá Sigga á morgun, og fyrsta sprautan :/ Greyið...
Þangað til eftir skírn (hugsa ég)
...out!