KLUKK!!!
"Klukk er internetfár sem tröllríður bloggheimum þessa klukkutímana og felur í sér að viðkomandi fórnarlamb klukks á að skrifa fimm handahófskennd persónuleg atriði (sem hinn sótsvarti almúgi vissi ekki fyrir væntanlega) og klukka svo nokkur stykki bloggara til viðbótar."
og ég var klukkuð að berglindi :) here goes...
1. Ég hef aldrei brotið bein, tognað, fengið gat á hausinn eða fengið blóðnasir.
2. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að skoða í apótek! Ef ég finn nýtt apótek verð ég að fara inn og skoða... við mikinn ófögnuð Ragga.
3. Ég er með lítinn fæðingarblett á tá nr.4 á vinstri fæti.
4. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða Súperman.
5. Ég þoli hvorki Sigurrós né Björk.
Ég KLUKKaði Höllu, Hjalta, Elsu, Tinnu Kóp og Rúnar and I dare them to do this.