BATMAN BEGINS
oh, hvað þetta er cool mynd!!!
loksins, loksins, loksins er batman orðinn aftur eins og hann á að vera! ógisslega dimmur, drungalegur og TÖFF!!!
þessi stráklingur sem leikstýrði er alveg með þetta á hreinu!!! hann veit að batman er ekki teiknimyndafígúra, þó hann sé upphaflega teiknaður...
þetta er sko ekki enn ein tyggjókúlu batman-myndin... engir glansandi búningar og væl!!! og það er æði!
sagan er geggjuð, upphaf batman, sem er algjört möst fyrir alla... sérstaklega þá sem hafa ekki enn nennt að lesa comic-in ;)
þetta er allt rökrétt og flott (eins og hægt er með svona sögu), útskýrt án þess að verða leiðinlegt og það er bara allt við þessa mynd sem gerir hana að GÓÐRI batman-mynd!!!
ég mæli ekki með því að þið farið með krakka á þessa mynd... nokkrir sem flöskuðu á því í gær og þurftu að fara heim fyrir hlé :þ
þetta er, ólíkt seinustu 2-3, ekki barnamynd, hún er bönnuð innan 12 að ástæðu!!!
leikhópurinn í myndinni er náttlea bara brill! þetta eru allt cúl gaurar sem við vitum að kunna þetta, og hr. american psycho (christian bale) er massa batman... hann er alveg sniðinn í þetta, og breytingin frá bruce wayne yfir í batman er massív!!! hann nær alveg að greina mjög vel á milli þeirra tveggja... ég sver að andlitið á honum breyttist algjörlega þegar gríman var komin á...
eina áhyggjuefnið í castinu var katie holmes.. sæt stelpa, kannski of dawson's creek??? en mér allavega fannst hún vel eiga heima í þessari mynd, hún er náttlea ennþá sæt, en það varð aldrei yfirþyrmandi og hún skilaði sínu tiptop...
bottom line? allir skiluðu góðri vinnu, allt passar saman og gengur upp... enginn þáttur pumpaður upp þannig að önnur atriði missi marks... gott team sem hefur verið sett saman og ég vona að það haldist í næstu 3 sem búið er að semja um... batman má ekki tapast aftur!!!
takk raggi fyrir að vinna hjá fyrirtæki sem plöggar svona fyrir-heimsfrumsýningu-forsýningu :) það var æði í gær!!! sérstaklega lúxus ;P
allir að fara á myndina um helgina, annars kjafta ég öllu!!! hehe...
og endilega ef það er eikkað spes að gerast um þessa löngu helgi, látið vita!!!
alveg ómögulegt að sitja bara heima, sérstaklega ef veðrið verður ásættanlegt :)
...out!