andlaus...
það er ekkert að gerast, sem er ástæðan fyrir stöðnuðu bloggi...
ég átti skemmtilegt kvöld 16. júní, fór á djammið með einari óla, atla og ragga... þeir voru allir mjög fullir, ekki ég... ég fór snemma heim að horfa á ghostbusters og borða :) raggi mætti u.þ.b. 2 tímum seinna, búinn að týna (og láta loka) debetkortinu sínu... :/ hmmm.... kannski það sé bara ekki hægt að senda kallana eina út???
en hann var voða þunnur 17., þannig hann slapp við að koma í bæinn með mér og mömmu ;þ
þetta var klassískur 17.júní...
fyrir utan veðrið!!! OMG!:D það var náttlega klikkun, enda var mér orðið heitt!!! þegar við loksins fórum í bílinn og heim...
en það var æði að fá loksins FRÁBÆRAN þjóðhátíðardag :)
en það var svo mikið af fólki að það var ekki séns að hitta neinn sem maður var ekki búinn að plana að hitta...
um kvöldið fórum við raggi með teppi á arnarhól og höfðum það kósý með stuðmönnum o.fl. skemmtikröftum...
svei mér þá ef hildur vala á ekki bara eftir að höndla að syngja með þeim :) allavega hafði bumbinn gaman af henni :)
en hvað var málið með að enda dagskránna kl 22!!! á föstudagskvöldi??!!??
það sökkaði! og þetta spornaði ekki við unglingadrykkju eða látum!!! djísöss...
svo bara róleg helgi, ikea-ferð og world of warcraft :) og ragga og bebe eyddu laugardagskvöldinu í að reyna að finna spark :) en minn sparar þau ennþá fyrir alla nema pabba sinn og mömmu... so no luck :/ held hann ætli bara að heilla alla upp úr skónum þegar hann loksins kemur :)
sama með það sem af er vikunni... raggi náði sér í einhverja pest og kom veikur heim á mánudaginn og var heima í gær :) gaman fyrir mig :) og ég var voða góð við hann aþþí karlmenn breytast í ungabörn þegar þeir fá svo mikið sem kvef ;p þannig ég var bara að æfa mig :)
fórum samt á vín í smá stund í gær... það var líka gaman, og í þetta skiptið fann bebe SPÖRK :) bumbi hefur ekki viljað pína "frænku" sína meir, hún var farin að halda að hann hataði hana ;) það var voða gaman, og núna eru bumbi og bebe vinir :)
svo er bara mæðraskoðun á morgun,loksins!!!fór allt í klessu með það system þegar við fórum út nebblea... þá fæ ég að vita um blóðprufuna mína og heyra hjartsláttinn í bumba aftur :) og núna ætlar (m)amma með ;p í fyrsta sinn... :)
það er líka fyrsta foreldra/fæðingarnámskeiðið annað kvöld... vona að raggi hætti ekki við þegar við erum búin þar... allt þetta tal um legvatn, fylgju o.þ.h. hræðir hann soldið :þ
ekki meira núna... kíkiði endilega í kaffi eða eikkað... íbúðin er að komast í stand, og svo erum við raggi alveg ótrúlega skemmtileg :)
...out!