þreytt...
búin að vera alveg afskaplega sybbin í allan dag, veit ekki hvað veldur...
mikil törn framundan í skólanum, en ég massa það bara og brillera eins og alltaf :)
lítið að frétta, róleg helgi... fór í afmæli hjá þórhöllu, astro-hangara og vinkonu úr fg, á laugardaginn...
þekkti fáa, en nokkra góða samt, og svo var grænmeti og voooooðalega góð ídífa í boði... :P mmmm.... ég er fitubolla :P
ég er ekki sátt við commentaleysi á þessari síðu... en samt, ég er voða mikið að skrifa fyrir mig líka...
ég fékk nýjan kjól á laugardaginn, bleikan og fínan, svona fermingarkjóll :) og bol líka... og á sunnudaginn fékk ég gallabuxur!!! loksins, er búin að sakna gallabuxna síðustu vikur :) er svaka pæja...
raggi gaf mér líka ps2 leik á sunnudaginn; buffy: chaos bleeds!!! classa leikur, ég er rokk buffy!!!
og talandi um buffy...
ég er geggjað buffy fan, eeeelska buffy þættina, en haaaata sarah michelle gellar...
hvað er það??? (hún leikur buffy, bjánarnir ykkar) ;)
og angel... ég fíla angel... er að ná í það á fullu núna... love it bara!!!
langar í þetta allt saman á dvd, og friends pakkann vinkona!!! OMG hvað það er freistandi að fjárfesta 25 þús í heildarpakkanum... *dreymi, dreym*
ekkert að frétta úr bumbuni, allt í góðu, við erum miklir vinir og ekkert ósætti eða misræmi í plönum komið upp enn hjá okkur sem notum þennan líkama ;)
ætla að setja inn bumbumyndir líka... nenni ekki að splæsa á barnaland þegar ég er með þetta ókeypis ;) alltaf að spara :)
svo ætlar raggi reyndar að búa til síðu fyrir barnið eftir fæðingu, þegar við erum komin með nafn sko :) það verður voða fínt :)
en þangað til verðum við krílið með þessa síðu saman...
veriði nú dugleg að kvitta fyrir ykkur, í comment og gestabók, og ég skal vera dugleg að setja inn myndir þá :)
...out!