loksins
myndaalbúm komið í gang...
reyni að vera dugleg :)
skóli búinn
núna eru bara eftir nokkur próf og svo tekur við áhyggjulaust sumar með bumbunni :)
er búin að vera svo þreytt og kvefuð síðustu daga...
tók samt til með ragga í gær, núna er voða fínt inni hjá honum :)
og bara mánuður þangað til ég flyt inn :)
vona að ég taki öll prófin með trompi þrátt fyrir slappleika síðustu 2 vikur :/
bara að lesa meira :)
hef voða litlar áhyggjur af þessu samt... kannski of litlar???
skiptir mig bara ekki mestu máli núna, er meira að spá í litla kút og ragga mínum, fæðingarorlofi o.þ.h...
allt gengur vel... náðum 25 vikum í dag, hreyfingarnar eru mjög öflugar... vorkenni soldið kisu sem lætur sparka ítrekað í sig :)
og mér líður vel óléttulega séð, bakið er orðið svona ok... smá verkir í mjóbaki, en bara svona sem fylgja ört stækkandi barni held ég :)
er að fara á árshátíð hjá vinnunni hans ragga á morgun, förum eikkað upp í sveit að borða og skemmtiatriði og svona :)
hlakka til að prófa nýja "fermingar"kjólinn minn!!!
og enn ein óléttan hefur bæst í hópinn :)
en núna er ein í júní, ein í júlí, ein í ágúst, ein í sept og ein í okt... :)
crazy!!!
en það er leyndó!!!
...out!
alltaf skemmtileg quiz :)
sumarkvefið
oj bara!!!
vorið er að brillera, ógeðslega heitt og kósý, fiðringur í mallanum af tilhlökkun yfir að eyða sumrinu á austurvelli í blómapilsi með sjeik...
en nei! brynja fær sér kvef! og ekkert lítið! er að kafna úr hori og hnerra :(
gæti haft eikkað með sundferð gærkvöldsins að gera ...?
það var yndi, mættum um kl 20, stoppuðum í tvo tíma, bara að tjilla í volgu vatninu í kvöldsólinni :) mmmmmmm....
ég og raggi héldum sundgreiðslukeppni, veit ekki hvort vann aþþí ég sá ekki hvað raggi gerði við hárið mitt...
allir sem hafa verið 8 ára stelpur eða hommar kannast við þennan leik okkar :)
litli er voða aktívur, hef engar áhyggjur af þessari bumbu, bara innyflunum og rifbeinunum í mér :/
hörkutól!!!
æ, ég massa þetta bara :) 1,2, bicep!!! hehehe... *ógisslegar bt-byttur*
WoW er ennþá góður, hef samt leyft ástmanni mínum og ragga að eiga hann í friði síðustu daga...
þetta er svaka stelpuleikur líka sko... mæli með honum ef ykkur á til að leiðast...
djamm um helgina..? veit ekki... sögupróf á mánudag... :/ frönskupróf á þriðjudag...
en kjellinn ætlar í bjór... kannski ég leyfi mér með???
aþþí það er komið sumar, og þá á kæruleysið að ráða :) :)
talandi um kæruleysi...
ætla að sleppa því að lesa njálu-glósur og skreppa út á tún í sólbað þar til næsti (síðasti) tími dagsins byrjar :)
...out!
aaaaargh!
það eru 5 kennsludagar eftir!!!
omg!!!
skólinn er að verða búinn!!!
yes!!!
...out!
sumarsykur!
gleðilegt sumar, piltar mínir og stúlkur!!!
vonandi eigum við öll eftir að hafa yndislegt sumar með miklu fjöriog hafa það gott :)
byrjar samt ekkert of vel, veðurlega séð... kl er 11 og það er bara grátt og skítugt úti :( en það breytist kannski :)
átti rólegt kvöld í gær, eins og alltaf undanfarið... :/
en samt ógisslea gaman, fór í sund, spilaði WoW... 8)
já... ég er sko orðin HOOKED á World of Warcraft... :þ
núna erum við 3 um eina tölvu og einn leik... og öll jafn spennt fyrir þessum leik...
vildi óska að ég hefði ekki bannað ragga að gefa mér laptop í haust :( hehe...
omg, hvað ég er leim...
það er enginn vaknaður nema ég... ætla að nýta tímann ;p
...out!
ansans vandræði
ég ætlaði að hafa það svo gott næstu vikur, hamingju tímabil óléttunnar...
en nei... ég er svo dugleg að þrífa og taka til hjá ragga að bakið mitt er bara búið :(
eyddi svona 5 tímum í að rústa stofunni, breyta, þrífa allt og taka eldhúsið í gegn í fyrradag!!! (ég þreif actually örbylgjuofninn!!!)
svo skrúbbaði ég allt sígarettuógeðið af svölunum, þær eru hvítar, ekki dökkgráar m svörtum klessum!!! og líta bara vel út :)
allir þangað að reykja from now on :)
stofan er mun opnari eftir að raggi fríkaði og reif niður gamla tölvuborðið og setti upp nýtt... hann hélt áfram sturluninni minni þegar hann kom heim eftir vinnu ;)
svo reif hann niður tölvuleikjacveggmyndirnar líka...
hann þarf að vera svo fullorðinn núna aþþí hann er að verða pabbi :) dúllan :)
en já... þessi vinnutörn alveg fór með mig...
gat ekkert hreyft mig í gærmorgun og lá kvalin uppi í rúmi í morgun líka :(
þá er nú betra að sitja á góðum stól með púða við mjóbakið!!! :)
en veðrið er samt geggjað gott!
tók góðan labbitúr í gær og gæti vel hugsað mér sund í dag... anybody with me???
má ekki láta þetta góða veður fara til spillis, á morgun er fyrsti sumardagur og þá er sko rigning!!! :(
týpískt ísland og hátíðsdagar!!!
en núna er komið að breakfast of champions, cheerios með léttmjólk, og glas af epladjús :)
fróðleikskorn: maður á ekki að drekka sítrussafa(t.d.appelsínu) á morgnanna.
það er mjög hátt sýrustig í þessum söfum, og sýran fer mjög illa í hálftóman, nývaknaðan maga...
jahá!alltaf lærir maður eikkað nýtt :) er búin að drekka eitt glas af trópí strax og ég vakna í fleiri ár!!! en þá er bara um að gera að breyta :)
...out!
WoW
já... raggi er búinn að eignast World of Warcraft...
ég er "gras"ekkja... Búhúhú... :(
neinei... þetta er svo flottur leikur að honum er fyrirgefið áhugaleysið og allt umlið sem hefur einkennt helgina ;)
ég er ekki búin að gera neitt þessa helgi... bara búin að horfa á SJÓNVARPIÐ, ekki neitt efni stolnu af netinu... nema í dag :p
mér datt ekki einu sinni í hug að athuga hvað fólk væri að gera í gærkvöldi... horfði bara á söngkeppni framhaldsskólanema (boooooring) og fór svo að lúra mér!!!
vissi ekki að á 6 mán meðgöngu yrði maður latur félagsskítur... :/
og vá! hvað svefnþörfin er orðin mikil... búin að fara úr tops 6 tíma svefni á virkum dögum í allavega 11 klst!!!
verð að velja á milli hvort ég ætla í skólann eða læra heima! er uppgefin eftir 8 tíma setu í skólastofum fg :(
en þegar ég fæ að sofa, sef ég sko vel, og djúpt... eins gott, enda mikið að ske og líkaminn stritar aldrei jafn mikið og á meðgöngu...
ragga kom heim frá útlöndum á föstudaginn, hún var með múttunni sinni í smá evróputour... hún kom svo færandi hendi til ragga, með sundskýlu, snuð og snuðhaldara fyrir bumbukút :)
ógisslea krúttleg :) takk ragga :*
ég er búin að vera með miklar draumfarir undanfarið... bæði er mig að dreyma ýmislegt tengt barninu og svoleiðis en líka fullt af bulldraumum (finnst mér)
en engar martraðir samt...
og gamlir vinir og skólafélagar eru að leita rosalega á mig þessa dagana...
mig er alltaf að dreyma svölu til dæmis... og alla austó-strákana...
weird...
ég á að vera að skrifa söguritgerð... nenni ekki ... ég er lélegur nemandi og er alveg sama... svona næstum því...
en ég ætla sko ekki að taka mér neinar pásur frá skólanum þó ég verði mamma!!!
nei, nei! ég ætla meira að segja í sumarfjarnám hjá fá... ef ég sé frammá að geta mætt í próf þar... hef ekki hugmynd um hvenær þau verða nebblea :/
það gæti verið að með mikilli vinnu og pening (vá hvað fjarnám er dýrt) þyrfti ég ekki að tefjast neitt frá stúdentsprófinu :)
hvernig brýtur maður klósettsetu? á klósettskál???
það hefur ragga og atla nebblea tekist... núna á maður á hættu að detta bara af klósettinu þegar maður sest á það! og enginn séns að festa setuna aftur á :(
langar ekki að vita hvor þeirra þjösnaðist svona á klósettinu :þ oj bara!
en annars er allt gott...
ég er feit og löt en skal samt segja ykkur það að við erum að vinna í myndunum sem eiga að fara í netalbúmið... þetta kemur allt!!!
nafnauppboð stendur enn yfir... persónulega finnst mér árni frændi hafa boðið best, en raggi vil plasmatæki og/eða barnavagn :D
græðgin í sumum sko! hehe...
...out!
þvílíkt sumar!!!
og þá er ég sko ekki bara að tala um veðrið núna!!! sem er annars geggjað...
heldur er bara allt að gerast þetta sumar, ég fæði lítinn prins (nema eikkað breytist ;p ), charlie and the chocolate factory kemur, nýr aukapakki í sims2, og...
loksins kemur ný plata m backstreet boys!!!
hún heiti never gone og kemur í júní í usa :)
vá hvað ég vildi að ég væri 12... þa´væri ég ekki jafn mikið nörd 8)
mæðraskoðun 3
fórum í moegun, ég og raggi og hittum svövu ljósmóðurina okkar...
hún er voða indæl kona og góð, finnst voða gott að vera hjá henni...
hún mældi legið, það var 25 cm :)sem er soldið stórt, en hey... þá er það bara stórt :p
allt í góðu með þvag og fleira þess háttar, bara ítrekað með járnið og hollt matarræði!
og ég er bara eiginlega ekkert búin að þyngjast að ráði á þessari meðgöngu :)
tæp 6 kíló komin, bara í bumbunni :) mikið varð ég sátt! er búin að kvíða soldið að blása kannski út :/ en nei... má þyngjast mun meira ef ég vil... held ég sleppi því samt að mestu leiti/leyti... (erla, hjálpaðu mér með þetta!!!)
já, og allt annað var bara brill... bíð bara eftir næstu skoðun 9. maí :)
fór svo í skólann, beint í leikfimi :)
tók upphitun m hinum og fór svo í tækjasalinn að lyfta :) eða labba og hjóla eins og ég gerði bara... ég var nebblea svo leið þegar ég fann hvað ég hef misst mikinn kraft úr handleggjunum eftir að ég hætti á felix :( þá fór ég létt með 2 bjórkúta í einu og soleiðis!! en núna er ég bara pjúníaumingi :O en lappirnar halda alltaf sínum styrk :)
ég fer pottþétt að lyfta eftir fæðingu sko!!!
...out!
þrílit kaka...
helgin er búin að vera ánægjuleg... róleg, en góð...
á föstudag var ég bara ein heima hjá ragga, hann fór í partý og bauð mér ekki með :(
whatever...
laugardagurinn var afslöppun m angel og cleó, búðarferð og út að borða m tengó...
voða kósý
svo fórum við í ammmæli hjá nönu og ölmu á kaffi vín, hvar annars staðar, right :)
gaman, allir kátir og hressir...
og ég heyrði nýja lagið m backstreet boys í fyrsta skiptið á laugardaginn :) :) :)
það er geggjuð powerballaða, og ég fíla það!!!
skruppum úr afmælinu til að fara í singstar-partý hjá berglindi í bt, þar var bt pakkið drukkið og hamingjusamt, í singstar...
held samt að okkur ragga verði ekki boðið næst... raggi rústaði öllum ítrekað, og það er ekkert gaman ef einhver einn vinnur alltaf :)
en þau sýndu góða takta og eiga öll eftir að blómstra í faginu :)
sérstaklega hemmi og rúna ;þ
þar var okkur boðið upp á köku sem rúna hafði bakað fyrir berglindi...
þetta var svona súkkulaðikaka, voða góð, en...
hún var þrílit!
hún var sett saman úr 3 botnum sem voru í mismunandi litum!!! einn blár, einn bleikur og einn grænn!!! svo var kremið á milli og ofan á...
þannig hún var eiginlega fjórlituð... hmmm...
voða dularfull en góð kaka, takk fyrir það krakkar mínir! :*
en ég er búin að komast að því að litla krútt fílar ekki vín partý... en vá hvað það var mikið stuð í bt partýinu :) þar var sko sparkað :)
en já, núna er ég að spá í að fara í laaaaangan göngutúr, er búin að vera svo löt undanfarið :/
...out!
ljúfa líf
það er komin helgi!!! oh, mikið gott...
fékk úr enskubókarprófinu í morgun... 10!!! haldiði ekki bara!?!
allt gott að frétta, gekk fínt í sögu í morgun...
angel gengur vel... allt að detta inn :)
cleó er enn í pössun og er voða góð... lúrir hjá ragga og kúrir á bumbunni minni :)
það er gaman, þægjó að láta hana mala á bumbuna, sérstaklega þegar kúlan er grjóthörð... er bara pínuhrædd um að núna fari bumbulillið að sparka í cleó þegar hún þæfir bumbuna ;P það væri fyndið að sjá upplitið á kisu þá :D
virðist sem commenta kerfið sé eikkað að rugla samt...
tjékka á því...
22 vikur að óléttu búnar í dag!!! :) sem þýðir að það eru bara 18 eftir!!! það er ekkert voða langt! :/
og fullt eftir að plana...
...out!
merkisdagur!!!
krílið ákvað að sparka í pabba sinn í fyrsta sinn í dag!!!!! :D
þurftum að bíða smá, en svo kom þetta líka háa, sterka spark!! mikið gaman hjá okkur þá :)
núna vorkennir raggi mér soldið aþþí ég finn fyrir öllum spörkum ;P en mér finnst það voða gaman! ef ég bara fæ að sofa í friði, bumbukrílið mitt!?!
ekki meira að frétta, þarf að læra mikið...
21v6d
...out!
þreytt...
búin að vera alveg afskaplega sybbin í allan dag, veit ekki hvað veldur...
mikil törn framundan í skólanum, en ég massa það bara og brillera eins og alltaf :)
lítið að frétta, róleg helgi... fór í afmæli hjá þórhöllu, astro-hangara og vinkonu úr fg, á laugardaginn...
þekkti fáa, en nokkra góða samt, og svo var grænmeti og voooooðalega góð ídífa í boði... :P mmmm.... ég er fitubolla :P
ég er ekki sátt við commentaleysi á þessari síðu... en samt, ég er voða mikið að skrifa fyrir mig líka...
ég fékk nýjan kjól á laugardaginn, bleikan og fínan, svona fermingarkjóll :) og bol líka... og á sunnudaginn fékk ég gallabuxur!!! loksins, er búin að sakna gallabuxna síðustu vikur :) er svaka pæja...
raggi gaf mér líka ps2 leik á sunnudaginn; buffy: chaos bleeds!!! classa leikur, ég er rokk buffy!!!
og talandi um buffy...
ég er geggjað buffy fan, eeeelska buffy þættina, en haaaata sarah michelle gellar...
hvað er það??? (hún leikur buffy, bjánarnir ykkar) ;)
og angel... ég fíla angel... er að ná í það á fullu núna... love it bara!!!
langar í þetta allt saman á dvd, og friends pakkann vinkona!!! OMG hvað það er freistandi að fjárfesta 25 þús í heildarpakkanum... *dreymi, dreym*
ekkert að frétta úr bumbuni, allt í góðu, við erum miklir vinir og ekkert ósætti eða misræmi í plönum komið upp enn hjá okkur sem notum þennan líkama ;)
ætla að setja inn bumbumyndir líka... nenni ekki að splæsa á barnaland þegar ég er með þetta ókeypis ;) alltaf að spara :)
svo ætlar raggi reyndar að búa til síðu fyrir barnið eftir fæðingu, þegar við erum komin með nafn sko :) það verður voða fínt :)
en þangað til verðum við krílið með þessa síðu saman...
veriði nú dugleg að kvitta fyrir ykkur, í comment og gestabók, og ég skal vera dugleg að setja inn myndir þá :)
...out!