mæðraskoðun 2
fór upp á heilsugæslustöð í morgun að hitta lækninn minn í fyrsta sinn... hann er voða fínn kall og hress, og fór í allt með mér sem þurfti...
og sem betur fer er allt í góðu, bæði andlega og líkamlega, og hjartsláttur hjá barninu kröftugur og jafn...
ég þarf reyndar að taka járn, sem er frekar ironic miðað við magnið sem hefur streymt um æðar mínar um ævina...
fyrir þá sem ekki vita, þá er overdose af járni og flúori ástæðan fyrir einu spítalalegu lífs míns...
ég var lítil og vitlaus í heimsókn hjá móðursystur minni úti á landi og mamma mín gleymdi bara að gefa mér járn- og flúorskammt dagsins, sem var 1 tafla af hvoru eða eikkað... litla ég skríður inn á bað og finnur snyrtitösku móður sinnar, nær að opna bæði boxin og hvolfir bara innihaldinu í báðum oní litla líkamann minn :/ ekki gott!!! það var bara sjúkraflug og læti, hreinsað blóðið (svo vel að ég þurfti að taka járn í mörg ár eftir þetta) og lífi mínu bjargað... sem betur fer!!! :)
en þetta tók nokkur ár af lífi foreldra minna, því miður, enda ekki gott að lenda í svona, aldrei!!! en sóðan þá hefur heilsan verið góð og ég ekki getað kvartað undan lélegum tönnum ;)
já... það var sem sagt allt eins og það á að vera...
raggi kom og heyrði hjartsláttinn, það fannst honum gaman...
fékk loksins staðfestingu á því að það væri eikkað þarna inni :) og ég væri ekki bara orðin svona feit :)
hann nefnilega finnur ekki hreyfingarnar ennþá :( og er soldið abbó...
líka gaman að segja frá því að á meðan við vorum þarna fékk læknirinn minn hringingu um að hann væri orðinn afi!!! :)
fyrsta barnabarn, lítil stelpa :)
fannst það voða fyndið :)
verið að henda mér út... takk í dag :)
...out!