<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/8223703?origin\x3dhttp://skottalitla.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
bullið mitt
Skotta
miðvikudagur, mars 30, 2005
20 vikna sónar
fór í dag...ótrúlega gaman og gott! ljósan var frábær, sagði okkur allt sem hún var að skoða og benti okkur á líffærin o.þ.h....
allt í góðu nema einhver víkkun í einhverju í öðru nýranu... very weird, skildi ekki alveg... en þetta er ekkert hættulegt og það er yfirleitt ekkert gert í þessu... en ég á samt að fara í sónar aftur á 34. viku til að athuga stöðuna fyrir fæðingu... þá fæ ég líka að tala við sérfræðing sem segir mér allt betur...
fengum að vita kynið líka :) áhugasamir hafi samband...
var flýtt um 4 daga, þannig nú er ég komin 20v5d :) sett 12. ágúst... góður tími það :)
það var mikið spriklað fyrir okkur á þessum hálftíma og munnurinn opnaður upp á gátt til að monta sig ;) þetta er mikið módel... pósaði vel fyrir myndatökurnar :) og leggjalangt barn þetta... eins og pabbinn ;p
jámmms... það er bara svona í bili...
set inn ammælismyndir bráðum og sónarmyndir þegar raggi er búinn að skanna þær inn :)

takktakk
...out!
 
þriðjudagur, mars 29, 2005
ég á líka kisu!!!
þangað til á föstudaginn a.m.k....
mamma hennar gyðu fékk nebblea allt í einu bráðaofnæmi fyrir cleó og núna erum við (moi og raggi) að passa cleó litlu :) jei!!!
cleópatra er algjör kelikisi og vil alltaf vera hjá manni til að láta klappa og klóra, og hún er voða stillt, nema þegar hún sér nammibréf! then all hell breaks loose!!! :)
hún kom á föstudagskvöldið og verður hér þangað til úlfar eða gyða geta tekið hana... en ég vil ekki að hún fari :(
eftir svona 2 ár ætla ég pottþétt að fá mér kisulóru...

og á föstudagskvöldið fylltist húsið bara af fólki! auður, 4, gyða, atli og maríanna voru öll á svæðinu, það var sungið pínu í singstar, spjallað og þess háttar... voða óvænt og skemmtilegt... entist ekkert voða lengi en eikkað samt!

á laugardaginn var svo eldað heima hjá einari óla... það var sko gott!!! ég og auður erum kvennkostir miklir!!! strákarnir redduðu hráefni og við dúllurnar elduðum svo! einar reyndi að gera eikkað en var fljótlega skipað að spila bara runescape með ragga :P einar á nebblea 2 tölvur!!! vá!!!
en já, það var kjúklingur, hrísgrjón, salat og sósa sem við bjuggum til from scratch!!! og aldrei gert það áður, og ekki með uppskrift!!! og allt bragðaðist guðdómlega!!! if u need a cook, call us!!! :D
svo skellti auður bara í eplapæ og það var ÓGISSLEA (smá einka) gott hjá henni.
svo vorum við á leið í innflutnigspartý hjá tóta (jarlinum) þegar það var hringt í auði og henni sagt að venus (stelpukisan hennar) lægi sundurkeyrð á dyrapalli á snorrabrautinni :'( þannig það var farið og náð í líkið og ráðstafanir gerðar, svo í partý... en stoppuðum stutt aþþí auður var svo voða leið og var bara skælandi allan tímann :(

sunnudagurinn, aðaldagurinn kannski, var svo súkkulaði og lambalæri og afslöppun... oh, ég hafði það svo gott með mömmu minni og ragga (smá stund)...
eftir mat var horft á ALLT Í DRASLI, þar var verið að þrífa íbúðunna hans helga hrafns (rebba)... og vá... OJOJOJOJOJOJOJOJOJJ!!!!! þetta var sko slæmt! en gaman að sjá hann m glóðarauga, í leðurjakka að vaska upp :) hehehe...
svo var boðið í teiti hjá fyrrnefndum rebba... kíkti þangað m ragga og auði en beiluðum fljótlega, vorum svo tjilluð og edrú að video var mun meira freistandi ;P
það var náð í páskaegg, og einar óla, og svo horft á constantine... sem er soldið spooky, góð afþreying...
það var góður og fitandi dagur...

í gær var bara páskaegg, angel (sem eru massa þættir), pizza og dúllerí... ógisslega gaman :)

í dag er ég svo að byggja mig upp til að mæta í skólann í fyrramálið, úfff... það verður erfitt, en mér skal
takast það :) núna eru víst bara 22 kennsludagar eftir, á þeim eru ófá próf og skilaverkefni, svo taka vorpróf við 2. mái, ég klára svo 11. og fer til sigló í fermingu 14....
nóg að gera næstu 2 mánuði... svo flyt ég í júní :)

er farin að hallast að því að barnið mitt sé króati en ekki íslendingur... af hverju?
jú, því öfugt við íslenska landsliðið í fótbolta, virðist krakkinn sko getað sparkað ;) hehe
ekki taka nærri sér fótboltafrík!!!
en spörkin verða sífellt greinilegri þegar ég er í afslöppun, styttist í að raggi geti farið að finna eikkað annað en æðasláttinn í bumbunni :)
annars er allt gott, járnið virkar mjög vel... fæ engin svimaköst eða neitt :) og ég sef vel, þó það sé ekki
mikið endilega...

á morgun er svo STÓRI DAGURINN!!! þá förum við í 20 vikna sónarinn... þá er allt skoðað, og athugað hvort það vanti nokkuð líffæri eða eikkað svoleiðis... ooooog... við getum fengið (7, 9, 13) að vita kynið á blessuðum bumbulíusnum :P
en eftir það er enginn sónar, nema eikkað komi uppá... við þurfum að bíða í alltað 20 vikur í viðbót með að
sjá krílið aftur :( bömmer....
þannig þetta er eini sénsinn til að sjá typpaling, eða ekki typpaling :P
læt most likely ekki kynið hingað... áhugasamir þurfa að hringja, e-maila eða msna... :/ ef ég segi einhverjum!!! :)

held að það sé komið meira angel...
kv,
biwa
20 vikur í dag :)

...out!
 
föstudagur, mars 25, 2005
mmmm... coffee...
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
 
kósýheit
oh, ég er búin að hafa það voða gott síðustu 2 daga í fríinu... munar öllu að hafa ragga í fríi líka :)
í gær fórum við í sund með jón þóri og gyðu í árbæjarlaugina, það var mjög huggulegt og gaman, fórum svo og fengum okkur ís eftir það...
jámmms, á ís-café ;) WE LOVE THAT PLACE!!!!
það er nú ekki farið að sjást á henni gyðu, en það kemur allt bráðum ;p en jón þórir er voða glaður með hvað brjóstin á henni hafa stækkað síðustu vikur! :) porno dog :)

raggi gaf mér svo 3 bækur í gær, einhver pakkadíll í MM, 2000 kall!!! þá hef ég eikkað að gera annað en að lesa njálu :) er að klára fyrstu bókina núna, hún er frekar góð, ekta kiljuspennusaga bara...

svo í dag fórum við og fengum okkur hádegismat á hressó, sem var frekar dýrt, 20% álagnig á öllu! og við lentum í smá ævintýri þar sem ég ætla ekkert að skrifa um hér... en það reddaðist allt...

kvöldið er óplanað, ábyggilega rólegheit, nenni ekki að standa í bæjarferðum nema af einhverju tilefni lengur... sem er ástæðan fyrir því að ég hef lítið djammað síðan í haust, byrjun október kannski...
það er alltaf sama pakkið, sömu staðirnir og sama tónlistin... ekki spennó...
skemmti mér reyndar frekar vel í ammæ´lisdjammi hróa... en þá var ég edrú!!! en það verður líka þreytt á endanum... er alltaf að passa bumbuna fyrir ógeðslega fullu fólki sem sér ekki fram fyrir sig! ömó!!!

ég er farin að hlakka svo til að fá barnið mitt í hendurnar... það er alltof langt þanagð til!!! shit! alltaf þegar ég finn spörkin líður mér svo vel, get ekki líst því, en tilhugsunin að verða mamma í ágúst er bara svo yndisleg!!!
auðvitað er margt sem ég hef áhyggjur af, en ekki meira en svo að það fellur alveg í skuggann af tilhlökkuninni :)

fékk LOKSINS nokkrar myndir úr tvítugsafmælinu mínu í gær, takk hjalti minn :*
set þær inn í kvöld eða á morgun...
vil svo fá meira!!! *hint,hint, berglind ósk!!* og allir sem eiga myndir úr afmælinu :)

ekki meira að segja í bili, ætla að fara til ragga núna að horfa á flotta páskaeggið mitt... það er nr 7, frá nóa :) *mont*
og BARA 400 gr þyngra en barnið okkar :p

...out!
 
miðvikudagur, mars 23, 2005
muniði eftir barbapabba? :P
Beauty
You are Barbabelle! You know how to look good--of
course. You love fashion and you know how to
strut it!


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
 
í páskafríi :)
og mikið er það gott!
fyrir utan það hvað mér hrútleiðist alveg!!! er ekki svona loner týpa... er farin að tala svo mikið við ófætt barn mitt að ég er farin að efast um þessar fáar heilasellur sem voru eftir í gangi... :/ hmmm...
ég þarf nefnilega ekki að eyða páskafríinu í lærdóm, við mamma þrifum og tókum til síðustu helgi, sme skildi fataskápinn minn eftir tómann :( því sem var ekki hent var komið í fóstur til auðar þar til ég hef fengið mína "réttu" stærð aftur....
ég á s.s. engin föt... :( búhúhú...

ég hef ekki efni á því að fara í sund eða neitt þannig ég er bara heima að lesa og blogga...
sef ekki einu sinni út fyrir villingi sem dvelur í vömbinni á mér ;)

en já... annars er lífið bara ljúft... fyrir utan þessi venjulegu pirringsefni sem skipta svo sem engu máli ef maður getur litið framhjá þeim...

eyddi mánudeginum með litla bróður og pabba, það var reyndar voða fínt, þeir eru skemmtilegir :)
á meðan pabbi fór í atvinnuviðtal spiluðum við ari sissó ps2-leik, kingdom hearts, hann er rosa flottur og ari getur ekki beðið eftir að fara aftur í heimsókn til ragga :)
svo kom pabbi og við fórum öll saman að skoða hús handa þeim... mér leist vel á en veit ekki hvað kemur út úr þessu öllu saman...

er farin að plana voða mikið flutningana í júní, og skoða allt sem vantar og þarf að laga í bólstaðarhlíðinni...
og það er sko fullt!!! ég er náttlea vön svo góðu, að lekir sturtuhausar og lausar klósettsetur eru ekki að gera sig!!!
langar líka í ponsu eldhúsborð svo það sé hægt að borða annars staðar en í sófanum :/
og svo er það allt hitt!!! :)
þetta verður gaman, að komast í svona hreiðurgerð...
og fá svo engilinn í lok sumars... yndislegt :)

spenningurinn er farinn að mangnast fyrir 20 vikna sónarnum, hann er eftir akkurat viku :) jei! mér er sama um kynið en vil samt vita :P
raggi talar ekki um annað þessa dagana en bumbulíusinn :) algjört krútt!!!

raggi og strákarnir eru hættir við að stofna saumaklúbb... stofnuðu hlaupaklúbb í staðinn ;) sem er fínt... ef þeir standa sig...
bara ekki fara of hratt af stað, þá klúðrast þetta strax :)
en þeitr voru nokkrir þarna orðnir soldir búttaðir, allavega komnir m góðar júllur og svona ;)
einn vildi ekki fara upp úr árbæjarlauginni um daginn, skammaðist sín svo mikið fyrir auka kílóin!!! hahahaha...

en já... ef það er áhugi fyrir göngu- og sundferðum (þetta seinna þegar ég á pening), endilega hringið... þarf að fara að gera eikkað...
og sama gildir ef það er eikkað ótrúlega skemmtilegt að gerast um þessa páskahelgi :)

kv,
skotta
19v+1d

...out!
 
sunnudagur, mars 20, 2005
girls' night out!
já, það var svona hittingur hjá okkur austógells í gærkvöldi, mikið voðalega var það gaman!!! :)
það var drukkið (kristall í mínu tilviki), spjallað, sungið og slúðrað allt kvöldið...
við erum allar svo skemmtilegar og framtakssamar og það er alltaf mikið fjör hjá okkur...

slúður kvöldsins: *hvísl* XXXXX er komin með svona gæja sem er alveg að verða kærasti bara!!! búið að vera í gangi í meir en viku :)
það, skal ég segja ykkur, eru ekkert litlar fréttir :p hí hí hí

já... og sigga lilja er að fara að flytja að heiman með árna sínum núna í byrjun júní :) til hamingju :) :)

það var sem sagt voða gaman og við röltum niðrí bæ (reyndar reyndi halla kristín að skutla okkur, en það gekk ekki sökum löggu á laugavegi, og yfirfaþega hjá okkur, halla var ekki lengi að fleygja okkur út)....:)
og mikið ótrúlega hittum við mikið af fólki sem við þekktum í "gamla daga"... t.d. óla (of bjarki and óli), danna verzlótvibba, naomi!!!, og meira fólk sem ég man ekki eftir en var hissa á að sjá á röltinu... :)
en það gekk illa að finna stað til að setjast að á þannig ég varð þreytt og bað minn mann um að ná í mig um 2...
þá datt ég út úr þessu stelpudjammi og veit ekki meir... :/

pabbi og ari sissó eru komnir heim í páskafrí, búnir að selja húsið í nibe og til í að koma sem fyrst heim :) jei!!!
en þá er enginn íslendingur í nibe lengur :(
en það er allt í lagi, ég vil hafa þá hér frekar ;)

fór ó mat til pabba og jónu á fös, við fengum síðbúið afmælislæri og svo rjómaköku... mmmmmmm....
alltaf gott að fá læri! svo horfðum við á gretti á dönsku með ara sissó, "jeg hader mandage!" er voða skemmtilega setning finnst bróður mínum... held að það sé ástæðan fyrir því að hann hefur horft á þessa mynd svona 500x síðustu 3 mán!!!

annars er allt gott að frétta, ég og bumban höfum það fínt, döfnum vel með góðum mat og vítamínum... og auðvitað járninu :p

ætla að eyða páskafríinu í leti, hreingerningar, lestur á njálu og át!!!
múhahahaha!!!!
fékk nóa egg nr 7 frá geðsjúka kærastanum mínum í gær! mmmm... hlakka mikið til að opna það á páskadag og rífa það í mig :)

og já... university ROKKAR FEITT!!! :D
...out!
 
fimmtudagur, mars 17, 2005
BESTI KÆRASTI Í HEIMI!!!
ég á sims2 - university!!! :) :)
raggi gaf mér hann í gær! ég er búin að prófa og þetta líturallt vel út!!!

jæja, verð að fara að spila hann :)



YES!!!!
gæti verið soldið erfitt að ná í mig næstu daga samt ;P

...out!
 
miðvikudagur, mars 16, 2005
Afmæliskarl!!!
hann karl faðir á afmæli í dag, og vil ég hér með óska honum hjartanlega til hamingju!!!




ég hlakka til að sjá þig og ara sissó um helgina :)
hafðu það voða gott í dag pápalingur, og reyndu að selja húsið svo þið getið flutt sem fyrst :)
 
mánudagur, mars 14, 2005
mæðraskoðun 2
fór upp á heilsugæslustöð í morgun að hitta lækninn minn í fyrsta sinn... hann er voða fínn kall og hress, og fór í allt með mér sem þurfti...
og sem betur fer er allt í góðu, bæði andlega og líkamlega, og hjartsláttur hjá barninu kröftugur og jafn...
ég þarf reyndar að taka járn, sem er frekar ironic miðað við magnið sem hefur streymt um æðar mínar um ævina...

fyrir þá sem ekki vita, þá er overdose af járni og flúori ástæðan fyrir einu spítalalegu lífs míns...
ég var lítil og vitlaus í heimsókn hjá móðursystur minni úti á landi og mamma mín gleymdi bara að gefa mér járn- og flúorskammt dagsins, sem var 1 tafla af hvoru eða eikkað... litla ég skríður inn á bað og finnur snyrtitösku móður sinnar, nær að opna bæði boxin og hvolfir bara innihaldinu í báðum oní litla líkamann minn :/ ekki gott!!! það var bara sjúkraflug og læti, hreinsað blóðið (svo vel að ég þurfti að taka járn í mörg ár eftir þetta) og lífi mínu bjargað... sem betur fer!!! :)
en þetta tók nokkur ár af lífi foreldra minna, því miður, enda ekki gott að lenda í svona, aldrei!!! en sóðan þá hefur heilsan verið góð og ég ekki getað kvartað undan lélegum tönnum ;)

já... það var sem sagt allt eins og það á að vera...
raggi kom og heyrði hjartsláttinn, það fannst honum gaman...
fékk loksins staðfestingu á því að það væri eikkað þarna inni :) og ég væri ekki bara orðin svona feit :)
hann nefnilega finnur ekki hreyfingarnar ennþá :( og er soldið abbó...

líka gaman að segja frá því að á meðan við vorum þarna fékk læknirinn minn hringingu um að hann væri orðinn afi!!! :)
fyrsta barnabarn, lítil stelpa :)
fannst það voða fyndið :)

verið að henda mér út... takk í dag :)
...out!
 
föstudagur, mars 11, 2005
oh, what a wonderful world :)
mmmm... hvað þessi vika hefur verið ljúf og góð! :)

hún byrjaði með 2 viðburðalitlum dögum í skólanum, buisness as usual og voða rólegt, svo á miðvikudag var imbrudagur 1... þá fór ég bara í heimspeki um morguninn, settist svo á café chinotti inni á kennarastofu, spilaði kúluspil og ótukt, át baguette og pain du chocolat og svo var gítarpartý frammi á gangi... :)
þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur, mikil af lifandi tónlist, harmonikkuleikur og svo skólasveitir af ýmsum toga. en ég uppfyllti mætingarskyldu á þessum ljúfa degi og var bara í fríi í gær :)

eg svaf bara til 11, fór fram og borðaði og las og eikkað svoleiðis dútl þangað til að tími var kominn til að rölta á broadway, til að sjá eddie izzard!!!!!
vorum mætt voða snemma, en ekki fyrst samt, til að ná pottþétt sætum á góðum stað!!!
svo bara að bíða og jú, við náðum 3 stólaröðum á sviðinum og plöntuðum okkur þar! :)
(vorum soldið mörg) :P
og vá, hvað ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þetta kvöld! hef aldrei verið mikið fyrir íslenskt uppistand en gat aðeins flissað að þorsteini og pétri, en ekkert meira...
en eddie sjálfur var náttlea snilld, maðurinn er bara ómögulega klikkaður og fyndinn!!! :) hann sér húmor í öllu! sem er ábyggilega trickið ef þú er svona stand-up comedian... voða gaman allt saman :)
en aumingjans stelpan sem var dauðadrukkin og sífellt kallandi frammí... úfff... henni líður ábyggilega ekki vel núna, og man ekki voða mikið eftir kvöldinu!
mér er reyndar soldið illt í vinstra eyranu út af gæanum sem sat fyrir aftan mig, hann var MJÖG hávær, og með spes hátíðnihlátur og hallaði sér mikið fram... soldið sárt til lengdar, en ok...

takk aftur raggi minn fyrir að bjóða mér!!! :* þú ert bestur!!!

svo í morgun var vaknað snemma og farið upp í fb til siggu lilju í hand- og fótsnyrtingu... mmmm... dekur er alltaf gott :)
er núna voða fancy með mjúkar hendur og french manicure, jubb!!! og jafn mjúkar táslur sem voru lakkaðar bleikar :) ég er voða fín :)
og síðan þá er ég búin að setja í 2 þvottavélar og leggja mig í 2 tíma :)
oh, það er svo gott að vera latur!!! :) :)

í kvöld held ég að ég verði bara róleg með manninum mínum, verði kannski pínu góð við hann svona einu sinni, aþþí á morgun er stórt partý á kaffi vín, atli verður 21 árs!!!
omg! we´re all getting sooo old! (sorry gnúsi og steini)
þannig eins gott að vera til í tuskið svo maður missi ekki af fjörinu!
það er nebbæea eins og bumban mín vilji ekki of mikið fjör í einu, þá verðum við bara sybbin og leiðinleg... :/

allt gott að frétta úr stóru bumbunni, líf og fjör þar skal ég segja ykkur!!! ótrúlega gaman að finna hreyfingarnar núna, bíð enn eftir fyrsta sparkinu samt ;)
fæ víst nóg af þeim áður en yfir líkur samt :)
mér finnst líka svo leiðinlegt fyrir ragga að finna ekkert, honum á eftir að finnast gaman að sjá hæla og tásur reyna að brjótast gegnum bumbuna :)
en hann er duglegur að dekra mig og passa að allt sé í lukkunnar velstandi, og ber á mig þegar vantar og svona :) algjör massi, þessi kall!!!

en nú held ég að nóg sé komið og fólk sé ekki sofnað ;)
...out!
 
þriðjudagur, mars 08, 2005
nýtt blóð... namminamm
velkomin ragga mín góða og fallega í bloggmenninguna :)
vona að þú verðir jafndugleg og við hin ;)

tengill á bloggsíðu röggu minnar (eða heiðu eina og hún vil láta NÝJU vini sína kalla sig) er hér til hliðar, tjékkið bara sjálf

...out!
 
það er að koma sumar!!!
eða... næstum... ekki í dag kannski...
en það eru 2 vikur í páska! JEI! svo bara mánuður í próf... svo er komið sumar!! JEI!!!
þemadagar á morgun og hinn, svo IZZARD!!! JEI!!!
á óléttuföt :) hahaha...
17 vikur í dag... þetta er bara að verða búið :) hehe...
fékk 5 ísfólksbækur um helgina! og bumbubækur, takk raggi :*
...out!
 
laugardagur, mars 05, 2005
look who´s here!
myndir í albúminu :)
 
föstudagur, mars 04, 2005
það var líka eins gott ;)




Your Brain is 53.33% Female, 46.67% Male



Your brain is a healthy mix of male and female

You are both sensitive and savvy

Rational and reasonable, you tend to keep level headed

But you also tend to wear your heart on your sleeve



What Gender Is Your Brain?
 
föstudagur til...???
... fjörs? i don´t know...
jamm og jæja, vikan liðin, með öllum sínum prófum... úfff! ég er svo uppgefin andlega eftir þetta að það er ótrúlegt!!! maður stressast svo upp, þó maður viti að maður sé með þetta pottþétt... var að klára núna stórt stærðfræðipróf og er bara sprungin... langar að fela mig þangað til miðannarmatið er komið í gegn! :p

já, og núna er vesen á mér einu sinni enn! er að reyna að segja mig úr FÉL203 en bév***** áfangastjórinn er eikkað klikkuð, breytir bara skólareglum eftir sínu höfði ef hentar!!! það stendur skýrt og greinilega í námsvísinum sem var gefinn út í vor að ef maður vil segja sig úr fagi eða hætta í skólanum eftir að töflubreytingum er lokið eigi að tilkynna skóla það skriflega og þá er einstaklingurinn skráður hættur þann daginn!!! ég gerði það sama í fyrra með sálfræðina eftir að ég missti af ritgerð og prófi vegna veikinda og það var ekkert mál!!! kiddi bara NO PROBLEM!!! skrái það hjá mér!! en frú frek segir bara "uuu, ég vil ekkert hafa þetta svona, þú getur ekki hætt!!!" á ég þá bara að fá fall í vor og lélega mætingar einkunn aþþí hún er fokking þroskaheft??? og missa þá kannski möguleikann á fæðingarorlofinu mínu!!! hún er svo mongóheft að það er ótrúlegt! djö er ég fegin að vera ekki í þýsku hjá henni!!! en ég er búin að tala við kennarann minn, hann guðmund sem er voða sætur og góður kjell og hann er smmála mér, ekki séns að ég nái að vinna upp allt sem ég hef misst af og nái svo lokaprófi!!! hann er búinn að leyfa mér að hætta! og námsráðgjafinn sem er snúlla (mamma ölmu í nylon samt *bjakk* ) er með mér í liði og kiddi aðstoðarskólameistari (sem var áfangastjóri þangað til á þessari önn) líka... á bara eftir að spjalla v guðna beib mætingastjóra um þetta svo hann sé ekki að fella mig á þessum "skrópum"...

now... ef einhver veit um eikkað stuð í gangi annað kvöld þá er ég single from 8 p.m. þangað til god knows when!!! væri til í smá góðan félagsskap :) stundum sökkar að eiga nördy boyfriend
... en samt ekki... hann keypti fyrir mig í gær krem og olíu til að bera á mig svo ég slitni nú ekki, og bar það svo á mig þegar ég var búin í baði... kúlan mín er að stækka núna!!! búin að blása út bara á 5 dögum alveg massívt mikið
fötin mín eru sko orðin alltof þröng!!! ætla að fara að skoða preggy föt á eftir :) jei!!!
þá get ég verið fín aftur!!! :) :)

raggi keypti líka 3 samfellur og 3 pör af sokkum í gær! við eigum barnaföt :) oh, þetta er svo sætt og gaman!!!
svo er bara að spara, spara, spara svo maður eigi nú fyrir vagni og bleyjum í ágúst ;þ
ætla að setja inn sónar myndir í kvöld... þá getiði séð litlu baunina okkar :)

og núna sit ég uppi í skóla og bíð eftir að mamma eða raggi verði búin að vinna svo ég komist heim :( það þýðir að ég verð hér í minnst klst í viðbót, alein!
það klára nebblea allir tíma á undan mér á föstudögum! so i´m stuck here, er svo sjúskuð og þreytt að strætó bara kemur ekki til greina núna, sérstaklega í þessum sudda, ég er nú einu sinni kvefuð ;p

oh er eikkað svo andlaus í dag... veit ekkert hvort ég á að vera að bulla meira ómerkilegt, fyrr en mér dettur eikkað stórmerkilegt í hug á eftir! :) segjum það bara !
...out!
 
miðvikudagur, mars 02, 2005
snilli :)
ég fékk 9,2 í eddukvæðunum!!! ahahah!!! prófið gildir 35% af lokaeinkunn :) YES!!!
2 próf eftir í vikunni, plús söguprófið sem ég fæ (vonandi) að taka á morgun *krossum fingur*

allt gott að frétta, þakka hamingjuóskirnar sem hafa streymt að úr öllum áttum :)
þetta er svo skemmtilegt :)
maríanna: ég hef vöggu, takk samt :)

var að fá próftöfluna mína áðan, verð búin 11. maí að öllu óbreyttu :) langt og gott sumarfrí... eða þannig... verð að fara að leita mér að svona tjill óléttuvinni... hmmm... any ideas???

hitti the austógells í gærkvöldi, það var stuð að vanda og mikið slúðrað og hlegið :) svo sætar og yndislegar þessar pæjur... þær eru allar voða busy og metnaðargjarnar, við erum allar með stór plön og breytingar framundan (nema halla, hún var að klára sitt ævintýri, fær bara meira næst ;) )

svo er árshátíð fg í næstu viku, akkurat 10. mars, Æ ne leiðinlegt, ég missi af henni :( *hóst, hóst* er of gömul f þetta shit hvort eðer ;p
en ég græði nú samt! miðvd og fimmd eru þemadagar (imbrudagar) svo ég verð bara í tjillinu og svo er þynnkufrí á fösd :) eridda snilld eða hvað??? i like it!

held að það sé allt í góðu í bumbunni, hef ekkert orðið vör við kvartanir undanfarna daga, er bara að bíða eftir alvöru ÓLÉTTUbumbu og spörkum... þetta kemur allt... :)
og mér líður líka vel, fyrir utan heiftarlegt kvef sem sveif á mig á mánudagsmorgun >:( ég varð crazy sko! það er hálsbólga og slím og hor allan daginn, ojojoj...

jæja, ætla að fara að senda nokkur e-mail og svo beint í lærdóminn :)
...out!
 
þriðjudagur, mars 01, 2005
leiðrétting...
þetta voru víst 6 próf á 4 dögum!!! kræst!!!

tók 3 í gær, eitt gott próf, áhinu er ég fallin, og síðasta var 8,75... þannig að...

fæ samt ábyggilega að taka sjúkrapróf í sögunni, mætti alveg óundirbúin og ætlaðiað redda mér, en það var bara ekkert hægt! þannig ég vældi um að hafa verið svo lasin og að ekki vitað af prófinu... hehehe :)i´m good

svo var ekkert próf í dag, bara eitt á dag næstu 3 dagana :/ ffffffffff... verður eikkað ströggl þar...

og heldað það sé bara það...já
nema

16 vikur í dag :)

...out!
 


Gestabókin

Myndaalbúmið

Aðrir bloggarar

Smáfólkið

Myndaalbúm

Ég skoða

Gamla dótið

09/01/2004 - 10/01/2004
10/01/2004 - 11/01/2004
11/01/2004 - 12/01/2004
12/01/2004 - 01/01/2005
01/01/2005 - 02/01/2005
02/01/2005 - 03/01/2005
03/01/2005 - 04/01/2005
04/01/2005 - 05/01/2005
05/01/2005 - 06/01/2005
06/01/2005 - 07/01/2005
07/01/2005 - 08/01/2005
08/01/2005 - 09/01/2005
09/01/2005 - 10/01/2005
10/01/2005 - 11/01/2005
11/01/2005 - 12/01/2005
12/01/2005 - 01/01/2006
01/01/2006 - 02/01/2006
02/01/2006 - 03/01/2006
03/01/2006 - 04/01/2006
04/01/2006 - 05/01/2006
07/01/2006 - 08/01/2006
08/01/2006 - 09/01/2006
09/01/2006 - 10/01/2006
10/01/2006 - 11/01/2006
11/01/2006 - 12/01/2006
12/01/2006 - 01/01/2007
01/01/2007 - 02/01/2007
02/01/2007 - 03/01/2007
03/01/2007 - 04/01/2007