gömul kella
þá er ég búin að vera tvítug í 13 daga... æðislegt bara... ekki enn búin að fara í ríkið samt :( vonandi breytist það nú bráðum!
ammmælispartý á laugardaginn, djöfullsins stuð verður mar! tónlistin verður plönuð í kvöld, eins magn bollu sem verður til boða... :) ´
ég er búin í prófum, langt síðan meira að segja, á bara eina jólagjöf eftir, búin að skreyta, kaupa jólatré og jólaföt...! ég er svo dugleg! verða snilldar jól, róleg og rómantísk... mmmmmm....
annars er ég drullulasin bara, stífluð til japan og með beinverki og fleira dúllerí... voða næs :( if u take my meaning...
það var PARTÝ á föstudaginn sko! ifffff... ef þið misstuð af því, sorrý sko! ekkert svona verður haldið á næstunni, aðallega út af harrsperum sem ég, raggi og ingi (allavega) þjáumst enn af...
þetta var singstar + eye toy party, og við fórum soldið geist í box leikinn í eye toy ;) en þetta var massívt, daði var farinn að berja húsgögn, garðar söng bob marley... bara snilld! ég og daði áttum góðar stundir þarna sko... og berglind var on fire!!!!
missti því miður af jólatrés drápi í vatnaskógi í gær vegna veikinda... :(
bara næst!
einkunnaafhending á fimmtudaginn, obbosí...
...out!